Ás­mundur Einar Daða­son, skóla og barna­mála­ráð­herra er sá ráð­herra sem nýtur mests trausts meðal lands­manna. Fæstir treysta Jóni Gunnars­syni dóms­mála­ráð­herra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun MMR á trausti til ráð­herra í ríkis­stjórn Ís­lands.

Mynd/MMR

Alls sögðust 61 prósent svar­enda treysta Ás­mundi Einari frekar eða mjög mikið. Einungis 16 prósent sögðust treysta Jóni og 46 prósent kváðust treysta honum frekar eða mjög lítið. Helmingur stuðnings­fólks Vinstri-grænna, þriðjungur stuðnings­fólks Fram­sóknar og fjórðungur stuðnings­fólks Sjálf­stæðis­flokksins sagðist bera frekar eða mjög lítið traust til dóms­mála­ráð­herrans.

Nokkurn mun má sjá á trausti til ráð­herra eftir flokks­línum, ráð­herrar Fram­sóknar­flokksins njóta meira trausts og minna van­trausts en aðrir ráð­herrar, að for­sætis­ráð­herra undan­skildum.

Mynd/MMR

Van­traust til ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins mældist meira en til ráð­herra annarra flokka.

Séu niður­stöðurnar skoðaðar eftir kyni svar­enda kemur í ljós að karl­menn reyndust lík­legri til að segjast bera mjög eða frekar mikið traust til Sigurðar Inga Jóhanns­sonar (56 prósent) og Willum Þórs Þórs­sonar (53 prósent) heldur en konur. Alls sögðust 49 prósent kvenna treysta Sigurði Inga og 34 prósent Willum Þór. Konur voru öllu lík­legri en karlar til að lýsa trausti til Katrínar Jakobs­dóttur, 64 prósent á móti 57 prósent.

Mynd/MMR

Traust til ráð­herra reyndist al­mennt hærra hjá þeim sem eldri eru. Mátti greina aukið traust til Ás­mundar Einars Daða­sonar, Sigurðar Inga og Willum Þórs því eldri sem þátt­tak­endur voru. Þá reyndust svar­endur 68 ára og eldri lík­legri til að lýsa trausti til Katrínar Jakobs­dóttur en lítill munur reyndist á trausti til Lilju Al­freðs­dóttur eftir aldri.

Í úr­taki könnunarinnar voru ein­staklingar 18 ára og eldri valdir handa­hófs­kennt úr hópi á­lits­gjafa MMR. Könnunin var fram­kvæmd dagana 29. nóvember til 2. desember og tóku 933 manns þátt.

Mynd/MMR
Mynd/MMR