Skag­firðingurinn Hall­grímur Ingi Jóns­son hannaði naut­gripa­hús á Dauf­á sem loka­verk­efni í byggingar­tækni­fræði við Há­skólann í Reykja­vík. Auk þess að vera bygginga­tækni­fræðingur er Hall­grímur Ingi húsa­smíða­meistari.

„Verk­efnið kom þannig til að það var verið að byggja nýtt ró­bóta­fjós með upp­eldi fyrir kvígur á þessum tíma á Dauf­á. Sjálfur kom ég tals­vert að hönnun þess fjóss á­samt tengda­for­eldrum mínum. Þar sem fram­kvæmdir við fjósið voru byrjaðar kom strax sú hug­mynd að loka­verk­efnið mitt myndi snúa að naut­gripa­húsi, þar sem stefnan var sett á að hafa nauta­eldi sam­hliða mjólkur­fram­leiðslunni,“ segir Hall­grímur Ingi.

Hann segir að hann hafi verið svo heppinn að geta unnið að verk­efninu heima í Skaga­firði þar sem hann ólst upp en leið­beinandinn hans, Atli Gunnar Arnórs­son, starfar á Verk­fræði­stofunni Stoð á Sauð­ár­króki. Atli Gunnar er yfir­hönnuður að fjósinu á Dauf­á.

Að sögn Hall­gríms Inga fól loka­verk­efnið sjálft að mestu leiti í sér hönnun burðar­þols hússins en einnig þurfti ég að á­kveða innra skipu­lag hússins sem hann segir ekkert síður mikil­vægan þátt í gripa­húsum sem þessum og bætir við að stefnan sé að smíða gripa­húsið fljót­lega.

Hall­grímur hefur hannað nokkur gripa­hús, bæði ný­byggingar og við­byggingar. Hann hefur einnig byggt fjöl­mörg fjósin þar sem hann vann við smíðar áður en hann fór í tækni­fræðina og sam­hliða náminu.

„Í Skaga­firði hefur verið mikil upp­bygging á þessu sviði undan­farin ár, bæði í ný­byggingum og við­byggingum og því hef ég séð tals­vert af fjöl­breyttum hug­myndum og mis­munandi út­færslur á húsum sem þessum.“

„Bændur eru þó mis­sam­mála um hvað sé best og má finna lausa­göngu­fjós á Ís­landi með allt frá al­gjörri stýringu á um­ferð kúnna yfir í al­gjör­lega frjálsan að­gang kúnna að öllum svæðunum í fjósinu. Mis­munandi reynsla, hugsun, til­högun vinnu, fóður
Mynd/Aðsend

Stækkun og aukin tækni­væðing á gripa­húsum

Að­spurður um þróun gripa­húsa á Ís­landi segir hann þróunina síðustu 20 ár hafi fyrst og fremst snúið að stækkun og tækni­væðingu.

„Með aukinni ró­bóta­væðingu hafa mjög mörg kúa­búin stækkað, það er að segja kúnum fjölgað þar sem minnsta eining í ró­bótum er um 60 kýr. Með reglu­gerðinni um vel­ferð naut­gripa frá 2014 jukust einnig kröfur um að­búnað og vel­ferð sem að sjálf­sögðu verður að fara eftir. Básar hafa bæði lengst og breikkað undan­farin ár, stíu­stærð aukist, göngu­leiðir kúa breikkað svo fátt eitt sé nefnt. Í dag er líka skylda að hafa sér­stakt vel­ferðar­svæði í nýjum fjósum á­samt burðar­stíum sem og að­stöðu til að koma slátur­gripum á gripa­bíla,“ segir Hall­grímur Ingi.

Hann segir að eftir að lausa­gangan jókst þá sé mikið horft á hjarð­hegðun dýranna og eru margar rann­sóknir stundaðar er­lendis í dag sem snúa að vel­ferð og at­ferli kúnna.

„Bændur eru þó mis­sam­mála um hvað sé best og má finna lausa­göngu­fjós á Ís­landi með allt frá al­gjörri stýringu á um­ferð kúnna yfir í al­gjör­lega frjálsan að­gang kúnna að öllum svæðunum í fjósinu. Mis­munandi reynsla, hugsun, til­högun vinnu, fóður­kerfi og aðrir þættir ráða gjarnan því hvað bændur velja,“ segir Hall­grímur Ingi.

Hann segir fæsta bændur sam­mála um hvernig drauma­fjósið lítur út

„Á meðan einn vill spara vinnu við gjafir, vill sá næsti spara vinnu við að sækja kýr í ró­bót. Einn bóndi vill stál­grindar­fjós á meðan sá næsti vill upp­steypt fjós og sá þriðji lím­trés fjós. Per­sónu­legur smekkur manna er mjög mis­munandi og því verða fjósin ekki öll eins. Að­stæður á bæjunum eru einnig mis­munandi, það er hversu margir koma að rekstri búsins á­samt því hvað fjár­magns­mögu­leikar eru miklir þegar kemur að breytingu á fjósi eða ný­byggingum,“ segir Hall­grímur Ingi.

Hann segir þessir þættir skipti miklu máli þegar bændur fari í breytingar á fjósum.

„Þar sem byggt er við eldri fjós þarf að hanna við­byggingu út frá eldra fjósi og þar sem eldri fjósin eru ekki öll eins verða við­byggingarnar sjaldnast eins. Hver og einn hefur sínar skoðanir á því hvernig sitt fjós á að líta út. Í dag fara þó flestir, ef ekki allir bændur í lausa­göngu ef breyta á fjósunum en það stafar af vel­ferðar­reglu­gerð, þrátt fyrir að ró­bót verði ekkert endi­lega fyrir valinu. Tölu­vert er um að bændur velji mjaltar­gryfju í stað ró­bóts, en lausa­göngu­hugsunin er sú sama.”

Hallgrímur er alinn upp í Skagafirði.
Mynd/Aðsend

Reglur hertar hvað varðar vel­ferð dýra

Að­spurður hvort breytingar hafi orðið á hönnun gripa­húsa segir hann þær að mestu snúa að breytingum á reglu­gerð um vel­ferð dýra.

„Undan­farin ár hafa reglur verið hertar hvað varðar vel­ferð dýra. Kröfur eru um lausa­göngu, lengri og breiðari bása, stærri stíur fyrir kálfa og upp­eldi, vel­ferða­rými, að­stöðu dýra­lækna og sæðinga­manna á­samt að­gengi gripa­flutninga­manna. Kröfur um loft­ræstingu og hljóð­vist hafa einnig aukist. Vel­ferðar­hugsin hefur aukist og vel­líðan gripanna er höfð að leiðar­ljósi,“ segir Hall­grímur.

Hann segir að inn­réttingarnar séu margar hverjar hannaðar til að þær séu sem þægi­legastar fyrir gripina, dýnurnar eru orðnar mýkri, át­grindur hafa stækkað og notkun vel­ferðar­gólf­bita hefur aukist. Þá þurfa brynningar­ker/skálar að vera á­kveðið margar en best er að kýrnar þurfi að labba sem styst til að sækja sér vatn.

„Flestir bændur kjósa í dag að bæta við klór­bursta fyrir kýrnar en er það þó engin skylda. Flór­goðar eru einnig orðir gífur­lega vin­sælir og spara mikla vinnu fyrir bóndann. Sí­fellt er verið að bæta gæði þessara þátta og tel ég að það eigi eftir að halda á­fram næstu árin. Margir telja að básarnir eigi eftir að stækka enn frekar og upp­eldis­stíurnar sömu­leiðis. Reglu­gerð naut­gripa snýr að vel­ferð allra naut­gripa þrátt fyrir að kýrnar séu veiga­mestar í henni og er það ekki ó­senni­legt að reglu­gerð um upp­eldi nauta eigi eftir að breytast og aukast á næstu árum,” segir Hall­grímur.