Gífur­leg röð hefur myndast eftir bólu­setningu í Laugar­dals­höll í dag og nær hún allt upp á Suður­lands­braut. Í dag verður bólu­sett með seinni skammti af bólu­efni AstraZene­ca en á­ætlað er að á milli ellefu og tólf þúsund skammtar verði gefnir.

Ragn­heiður Ósk Er­lends­dóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkrunar hjá Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins, stað­festir að dæmi séu um það að fólk sé að mæta fyrr í seinni skammt AstraZene­ca, áður en það hefur verið boðað. Mælt er með því að beðið sé í tólf vikur á milli skammta af bólu­efninu en ljóst er að sumir eru ó­þreyju­fullir eftir því að fá fulla bólu­setningu enda margir á leið í sumar­frí um þessar mundir, innan­lands sem og utan­lands.

„Ætli það verði þá ekki bara ró­legur dagur hjá okkur á morgun. Við erum að reyna að hleypa þeim að sem við getum en það væri náttúr­lega betra ef fólk héldi sínum degi,“ segir Ragn­heiður.

Að hennar sögn gengur röðin mjög hratt en sam­kvæmt ljós­myndara Frétta­blaðsins sem mætti á vett­vang var tölu­verður munur á milli þeirra tveggja raða sem myndast hafa. Til vesturs teygir röðin sig upp á Suður­lands­braut en til austurs er hún tölu­vert styttri.

Ein kona var að sögn búin að bíða í 45 mínútur eftir manni sínum sem fór í lengri röðina en hún hafði farið í styttri röðina og labbað nánast beint í gegnum höllina.

Fréttablaðið/Eyþór
Fréttablaðið/Eyþór
Fréttablaðið/Eyþór