Tölu­verð ó­á­nægja er innan Gilja­hverfis og Síðu­hverfis, út­hverfanna í norð­vestur­hluta Akur­eyrar, með nýtt leiða­kerfi strætis­vagna. Sam­kvæmt kerfinu, sem tekur gildi þann 1. júní, verður minni keyrsla í Síðu­hverfi og ekki keyrt inn í Gilja­hverfi. Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins hafa í­búarnir sent inn at­huga­semdir til bæjarins í undir­búnings­ferlinu og mót­mælt harð­lega.

Andri Teits­son, for­maður um­hverfis- og mann­virkja­ráðs Akur­eyrar, segir að nýja kerfið sé ekki meitlað í stein þó að stefnan nú sé að hverfa ekki frá þeim á­ætlunum sem gerðar hafa verið. Hið nýja leiða­kerfi byggi á hug­mynda­fræði um að tíðni ferða aukist og leiðirnar verði beinni milli bæjar­hluta til að auka hraðann. Þetta sé til hags­bóta en hafi þó fórnar­kostnað.

„Þessi hug­mynda­fræði er á kostnað þess að allar hliðar­götur séu þræddar. Í ein­hverjum til­vikum á fólk þá lengri göngu­leið að strætó­stöð en áður,“ segir Andri. „Það er ekki hægt að gera allt í einu í sama kerfinu. Með þessu var horft til meiri heildar­hags­muna.“

Með breytingunni verður leiðum fækkað úr sex í tvær en tengingar styttri milli skóla, í­þrótta­mann­virkja og tóm­stunda­starfs. Auð­veldara á að vera að skipta úr einni leið í aðra þar sem þær mætast. Að­spurður um hvort eitt­hvað verði gert til þess að koma til móts við ó­á­nægju­raddir út­hverfanna segir Andri svo vera. „Til dæmis verður séð til þess að snjó­mokstur og hálku­varnir verði góðar á leiðunum að stætó­stöðvunum,“ segir hann.

Andri í­trekar að nýja leiða­kerfið sé ekki sparnaðar­ráð­stöfun og vögnum ekki fækkað. Á fundi ráðsins í gær hafi verið á­kveðið að kaupa nýjan metan­knúinn strætis­vagn, þann fjórða í flotanum.

Ó­líkt strætis­vagna­kerfum annars staðar, til dæmis á höfuð­borgar­svæðinu, er ó­keypis í vagnana á Akur­eyri. Andri segir engar hug­myndir hafa komið fram um að breyta því í þessari heildar­upp­stokkun á leiða­kerfinu. Kostnaður Akur­eyrar­bæjar við kerfið er um 250 milljón krónur á ári.

Síðasta endur­skoðun á leiða­kerfinu var gerð árið 2016 og sam­kvæmt Andra gafst sú breyting ekki vel. Nýting vagnanna hafi þá hrunið um tugi prósenta vegna þess að kerfið hentaði ekki hópum fólks. „Það var því ekki úr háum söðli að falla. Nú­verandi leiða­kerfi hefur ekki reynst mjög vel,“ segir hann. Að­spurður um hvað bæjar­stjórn vonist til þess að hið nýja kerfi auki notkunina mikið, segir hann hins vegar að ekki séu komin fram tölu­leg mark­mið um það.

„Ef vel tekst til eigum við heil­mikið inni.“