Fleiri strákar en stelpur æfa í­þróttir hjá öllum í­þrótta­fé­lögum í Reykja­vík nema hjá Glímu­fé­laginu Ár­manni.

Á fundi of­beldis­varnar­nefndar í upp­hafi vikunnar voru kynntar niður­stöður út­tektar á þremur hverfis­í­þrótta­fé­lögum í Reykja­vík: Í­þrótta­fé­lagi Reykja­víkur (ÍR), Fram og Víkingi. Mann­réttinda-, ný­sköpunar- og lýð­ræðis­ráð fram­kvæmdi út­tektina en áður höfðu verið gerðar út­tektir á Fjölni, Þrótti og Knatt­spyrnu­fé­lagi Reykja­víkur (KR) árið 2016 og Ár­manni, Fylki og Val árið 2020. Með þessari síðustu út­tekt hafa öll hverfis­í­þrótta­fé­lög borgarinnar verið tekin út.

Hjá flestum fé­lögunum er hlut­fall stelpna um 30-40 prósent og hlut­fall stráka á bilinu 60-70 prósent. Hlut­fall stráka er hæst hjá Þrótti, 69 prósent, og Fram, 68 prósent.

Þar sem í boði er að æfa fim­leika er hlut­fall stúlkna hærra en þar sem það er ekki í boði. Í Ár­manni eru stelpur 58 prósent allra iðk­enda. Þar eru lang­flestir iðk­endur í fim­leikum og koma úr ýmsum hverfum borgarinnar sam­kvæmt út­tektinni.

66 prósent þeirra sem æfa fim­leika hjá Ár­manni eru stúlkur á aldrinum 8-14 ára en þegar litið er til stúlkna á aldrinum 8-20 ára er hlut­fallið 75 prósent.

Hjá Fylki er knatt­spyrnu­deildin lang­fjöl­mennasta deild fé­lagsins og þar eru strákar í miklum meiri­hluta, 66 prósent. Í fim­leika­deildinni, sem er næst­fjöl­mennasta deildin, snúast hlut­föllin við og þar eru stelpur 64 prósent iðk­enda.

Hjá ríkjandi Ís­lands- og bikar­meisturum karla í fót­bolta, Víkingi, eru 64 prósent allra iðk­enda á aldrinum 6-17 ára karl­kyns. Hjá ÍR er hlut­fallið 65 prósent strákar á móti 35 prósentum stelpna og í Fram eru 32 prósent iðk­enda stelpur og 68 prósent eru strákar.

Í út­tektinni sem kynnt var á fundi of­beldis­varnar­nefndar í vikunni og nær til Víkings, ÍR og Fram, segir að æfinga­tímar, æfinga­magn og æfinga­að­staða sé sam­bæri­leg hjá öllum fé­lögunum fyrir stúlkur og drengi. Ó­ljóst sé hvort dreifing fjár­magns sé með rétt­látum hætti.

Öll fé­lögin séu með jafn­réttis­stefnu og að­gerða­á­ætlun sem byggi á snið­máti frá Í­þrótta­banda­lagi Reykja­víkur en stefnurnar mættu vera sýni­legri á heima­síðum fé­laganna, segir þar einnig. Þá eru fé­lögin öll með siða­reglur og kalla öll eftir saka­vott­orði við ráðningar, sem í út­tektinni segir að sé nýtt verk­lag. Einnig eru settar fram til­lögur að úr­bótum hjá fé­lögunum, til að mynda að jafn­réttis­stefnur séu virkar, að greina skuli og taka á kyn­bundnum launa­mun og unnið sé gegn staðal­í­myndum.