Tilkynningum til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um nauðganir fækkaði í fyrra miðað við 2019.

Í ársskýrslunni er kórónaveirufaraldurinn fyrirferðarmikill. Embættið sá um eftirlit með smitvörnum, meðal annars á veitingastöðum og krám. Voru á annað þúsund tilkynninga um sóttvarnabrot skráð hjá embættinu í fyrra.

Vikið er einnig að umferðarlagabrotum. Fjölgun varð meðal þeirra sem teknir voru fyrir fíkniefnaakstur, en ölvunarakstursbrotum fækkaði umtalsvert.