Átta­tíu prósentum færri launa­menn misstu at­vinnu sína vegna gjald­þrota fyrir­tækja á öðrum árs­fjórðungi í ár miðað við tíma­bilið apríl til júní á síðasta ári.

Af tölum Skattsins má aug­ljós­lega sjá við­spyrnu í at­vinnu­lífinu á milli ára. Nærri fimm hundruð manns misstu vinnu sína á þessu tíma­bili í fyrra, en 101 launa­maður í ár.

Sam­tals voru 28 fyrir­tæki, sem skráð voru í fyrir­tækja­skrá Skattsins, tekin til gjald­þrota­skipta í júní síðast­liðnum sem er tæp­lega 70 prósenta fækkun frá júní 2021.