Færri en áður þvo og spritta hendur sínar oft og vel og færri forðast faðmlög og kossar.

Hegðun og viðhorf fólks færist nær því sem var fyrir sóttvarnarreglur vegna Covid-19. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sjást breytingar á líðan og hegðun fólks 18 ára og eldri í tengslum við Covid-19 faraldurinn og sóttvarnarreglur. Í tilkynningu Gallup segir að miklar breytingar hafi orðið frá síðustu mælingu.

Ótti við smit minnkar og áhyggjur af bæði heilsufarslegum og efnahagslegum áhrifum faraldursins minnka sömuleiðis. Áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum hafa ekki verið minni síðan í september, og áhyggjur af efnahagslegum áhrifum hafa ekki verið jafn litlar síðan í júlí í fyrra.

Fólk forðast minna að vera í fjölmenni.
Mynd/Anton Brink

Þar segir að þrátt fyrir að sóttvarnaryfirvöld hafi ekki lagt til tilslakanir á persónubundnum sóttvörnum viðhafi nú færri breyttar venjur vegna COVID-19, en þeim fækkar sem þvo eða spritta oftar/betur hendur sínar, og líka þeim sem þvo eða spritta oftar/betur umhverfi sitt. Færri nota hlífðarbúnað eins og grímu eða hanska í ákveðnum aðstæðum og færri forðast að eiga óþarfa samskipti við annað fólk.

Halda enn að sér höndum

Handabandið hefur þó ekki komið til baka. Í frétt Gallup segir: „Þó fólk sé eitthvað farið að slaka á varðandi faðmlög og kossa virðist sú hefð að heilsast með handabandi ekki hafa komið til baka að sama skapi.“ Annað sem hefur ekki breyst er að fólk verslar enn frekar á netinu, en það gæti þó mögulega núna verið vegna þæginda frekar en í sóttvarnarskyni og spurning hvort sú hegðun sé að einhverju leyti komin til að vera. Kvíði fólks vegna COVID-19 minnkar og hefur ekki verið jafn lítill síðan í september.

Þótt færri hafi áhyggjur af því að smitast halda margir enn að sér höndum.
Mynd/Anton Brink

Svo virðist sem að rofa sé til varðandi einangrun fólks og þeim fækkar þeim sem forðast fjölsótta viðburði eða fjölfarna staði. Færri en áður vinna heiman frá sér og fólk kaupir umframbirgðir inn í minni mæli.

Hlutfall þeirra sem stunda nám heiman frá sér að hluta til eða öllu leyti helst þó óbreytt.

Könnunin var gerð þann 12. Til 21. Febrúar síðastliðinn. Úrtakið var 1624 mann, 18 ára og eldri valdir af handahópi úr Viðhorfahópi Gallup. Þátttökuhlutfall var rúmlega 53 prósent.