Fyrir 1. mars munu Færeyingar aflétta öllum takmörkunum og reglum vegna kórónuveirunnar innanlands, þetta tilkynnti Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja áblaðamannafundi í Þórshöfn í gær.

Ástæða afléttingarinnar sé vegna þess hve lítil áhrif faraldurinn er að hafa á sjúkrahús og aðrar mikilvægar stofnanir samfélagsins.

Frá og með gærdeginum mega hundrað manns þar í landi koma saman. Frá og með 1. febrúar munu allar takmarkanir sem eiga við bari, veitingastaði og skemmtistaði falla úr gildi. Þá verða reglur um einangrun með breyttu sniði, þannig að bólusettir einstaklingar þurfa ekki lengur að sæta sóttkví.

Frá og með 1. febrúar þarf fólk eingöngu að fara í PCR próf, ef það sýnir einkenni, búi með sýktum einstakling eða hefur greinst jákvæður á heimaprófi. Aðrir noti heimapróf.