Ís­lenska ríkið og Reykja­víkur­borg færðu Hörpunni flygil og úti­lista­verk í til­efni þess að tíu ár eru liðin frá form­legri opnun hússins. Um er að ræða nýjan Steinway kon­sert­flygil og úti­lista­verkið, Vind­hörpu, eftir Elínu Hans­dóttur en verkið verður sett upp á Hörpu­torgi.

Lista­verkið varð til í sam­keppni um list í opin­beru rými í um­hverfi Hörpu árið 2008. „Ekki var farið í fram­leiðslu á verkinu á sínum tíma vegna efna­hags­hrunsins. Verk­efnið var svo endur­vakið í til­efni 10 ára af­mælis hússins og stefnt er að því að af­hjúpa lista­verkið á Menningar­nótt,“ segir í frétta­til­kynningu.

Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra og Dagur B. Eggerts­son borgar­stjóri, til­kynntu um gjafirnar í Hörpu í dag. Við það til­efni var einnig frum­flutt nýtt af­mælis­lag Hörpu, en lagið er samið og flutt af hópi 10 ára barna.

Barnakór flutti afmælislag Hörpu.
Mynd/Ólafur Már Svavarsson

„Það var mikil­vægur á­fangi fyrir ís­lenskt tón­listar­fólk þegar Harpa var loksins opnuð fyrir tíu árum,“ sagði Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, í dag. „Bygging hússins stóð tæpt eftir hrun og margir sem vildu að hætt yrði við fram­kvæmdina. Ég er mjög stolt af þeirri á­kvörðun ríkis og borgar að halda á­fram með bygginguna á sínum tíma enda hefur húsið orðið glæsi­legur vett­vangur tón­listar frá öllum heims­hornum.“

Dagur B. Eggerts­son, borgar­stjóri, tók í sama streng. „Harpa hefur gert meira en að skapa nýjan vett­vang fyrir menningu og listir. Hún hefur laðað að sér lista­fólk og tón­listar­unn­endur víðs vegar að úr heiminum sem aldrei hefðu auðgað mann­lífið í borginni ef ekki væri fyrir okkar góða tón­listar­hús.“ Harpan sé hús allrar þjóðarinnar.

„Hér höldum við barna­menningar­há­tíð, hér höldum við sin­fóníu­tón­leika og setjum óperur á svið og stígum trylltan dags á Iceland Airwa­ves. Harpa er flagg­skip í menningar­borginni Reykja­vík.”