Fáni Evrópusambandsins var færður inn í úkraínska þingið fyrr í dag. Matti Maasikas, sendiherra Úkraínu til Evrópusambandsins, sagði fánann vera kominn til að vera.
Matti Maasikas birti myndband á Twitter síðu sína þar sem hermenn báru fánann inn undir lófataki þingmanna.
Moving to tears - the EU flag is been brought to the plenary hall of @ua_parliament. To stay. pic.twitter.com/qkZxfwjF7O
— Matti Maasikas (@MattiMaasikas) July 1, 2022
Leiðtogar Evrópusambandsins veittu Úkraínu formlega stöðu sem umsóknarríki að sambandinu í lok júní. Selenskíj sagði ákvörðunina vera einstaka og sögulega. Umsóknarferli að ESB tekur venjulega mörg ár en sambandið flýtti ferlinu verulega vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
Þrátt fyrir ákvörðunina er þó einhver ár í að ríkin tvö gangi í Evrópusambandið, en ESB hefur bent stjórnvöldum í Úkraínu á að taka þurfi á spillingu í landinu áður en lengra er haldið.
Forseti úkraínska þingsins, Ruslan Stefanchuk, sagði atvikið vera sögulegt. „Þetta var draumurinn minn. Hann rættist,“
A historic moment! The flag of the European Union now in the Ukrainian Parliament 🇪🇺🇺🇦 It was my dream 💙💛 It came true. And I will add: the Verkhovna Rada deserves the EU flag both in color and in meaning pic.twitter.com/pQi6D1558u
— Ruslan Stefanchuk (@r_stefanchuk) July 1, 2022