Fáni Evrópu­sam­bandsins var færður inn í úkraínska þingið fyrr í dag. Matti Maasikas, sendi­herra Úkraínu til Evrópu­sam­bandsins, sagði fánann vera kominn til að vera.

Matti Maasikas birti myndband á Twitter síðu sína þar sem hermenn báru fánann inn undir lófataki þingmanna.

Leiðtogar Evrópusambandsins veittu Úkraínu formlega stöðu sem umsóknarríki að sambandinu í lok júní. Selenskíj sagði ákvörðunina vera einstaka og sögulega. Umsóknarferli að ESB tekur venjulega mörg ár en sambandið flýtti ferlinu verulega vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Þrátt fyrir ákvörðunina er þó einhver ár í að ríkin tvö gangi í Evrópusambandið, en ESB hefur bent stjórnvöldum í Úkraínu á að taka þurfi á spillingu í landinu áður en lengra er haldið.

Forseti úkraínska þingsins, Ruslan Stefanchuk, sagði atvikið vera sögulegt. „Þetta var draumurinn minn. Hann rættist,“