„Til hvers við erum að halda í þessa einokunarverslun ríkisins. Til hvers höldum við þessum einokunartilburðum um áfram? Þeir virðast eingöngu hafa þau áhrif að fyrirtæki sem gætu verið stofnuð hér á landi eru stofnuð erlendis og greiða þar tekjuskatt ef vel gengur.“

Þetta kom fram í máli Sigríðar Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag. Með því vildi hún benda á að nú væri hægt að stofna íslensk vínfyrirtæki með vefverslun sem borgi skatta og gjöld á Íslandi.

Skattarnir greiddir erlendis

Sigríður nefndi að einokun ÁTVR hafi nú þegar verið rofin þar sem Íslendingar geti núna pantað létt áfengi og bjór frá öðrum smásölum en ÁTVR en þó aðeins frá erlendum smásölum sem greiði þá skatta í erlendu ríki.

„Varla trúa menn því að það breyti einhverjum drykkjuvenjur hvort vefverslun er skráð til heimilis í Burgundy eða hér á landi,“ sagði Sigríður. „Virðulegur forseti. Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað, frá Burgundy út í í Bústaðahverfi, svo dæmi sé tekið, það er kominn tími til.“

Arnar Sigurðsson rekur netverslun með áfengi, fyrirtækið Santewines SAS

Undanfarið hefur verið sagt frá því í fréttum að fyrirtækið, Santewines SAS í eigu Íslendings hafi opnað netverslun með áfengi og vínið er afhent samdægurs eða næsta virka dag og hefur nú þegar ekið pöntunum í stórum stíl heim til fólks, líka á sunnudögum, eins og Morgunblaðið greinir frá í dag.

Netverslunin er rekin af einkahlutafélaginu Santewines SAS í Frakklandi, með lögheimili þar ytra en lager fyrirtækisins er á Íslandi.

Vafi á lögmæti

Í umfjöllun Morgunblaðisins kemur fram í máli aðstoðarforstjóra ÁTVR að vafi leiki á lögmæti netverslun Santewines.