Kona sem á­kærð var fyrir að freista þess að senda Donald Trump, þá­verandi for­seta Banda­ríkjanna, eitrið rísín í pósti á haust­mánuðum 2020.

Konan, Pas­ca­le Cecile Veroniqu­e Ferri­er, hefur játað sök í málinu og er búist við því að hún fái 22 ára fangelsis­dóm, að því er segir í frétt NBC News.

Pas­ca­le, sem er 55 ára, er með franskt og kanadískt ríkis­fang en hún póst­lagði sendinguna í Kanada í septem­ber 2020. Hún var svo hand­tekin á landa­mærunum þegar hún freistaði þess að komast til Banda­ríkjanna en í fórum hennar fundust meðal annars vopn og skot­færi.

Pas­ca­le reyndi einnig að senda rísín til nokkurra lög­reglu­þjóna í Texas en um var að ræða ein­hvers konar hefndar­að­gerð eftir að hún var hand­tekin þar árið 2019. Eitrið komst aldrei á á­fanga­stað og lagði lög­regla hald á það í flokkunar­mið­stöð póstsins.

Rísín er afar eitrað efni og þar að auki til­tölu­lega auð­velt í fram­leiðslu.