Kona sem ákærð var fyrir að freista þess að senda Donald Trump, þáverandi forseta Bandaríkjanna, eitrið rísín í pósti á haustmánuðum 2020.
Konan, Pascale Cecile Veronique Ferrier, hefur játað sök í málinu og er búist við því að hún fái 22 ára fangelsisdóm, að því er segir í frétt NBC News.
Pascale, sem er 55 ára, er með franskt og kanadískt ríkisfang en hún póstlagði sendinguna í Kanada í september 2020. Hún var svo handtekin á landamærunum þegar hún freistaði þess að komast til Bandaríkjanna en í fórum hennar fundust meðal annars vopn og skotfæri.
Pascale reyndi einnig að senda rísín til nokkurra lögregluþjóna í Texas en um var að ræða einhvers konar hefndaraðgerð eftir að hún var handtekin þar árið 2019. Eitrið komst aldrei á áfangastað og lagði lögregla hald á það í flokkunarmiðstöð póstsins.
Rísín er afar eitrað efni og þar að auki tiltölulega auðvelt í framleiðslu.