Dóm­stóll í Utah í Banda­ríkjunum hefur dæmt banda­ríska ríkið til að greiða Ludo­vic Michaud 9,5 milljónir Banda­ríkja­dala í bætur, 1,3 milljarða króna, vegna slyss sem varð eigin­konu hans að bana.

Ludo­vic var á ferð með eigin­konu sinni, Esther Naka­jigo, í Arches-þjóð­garðinum í Utah í júní 2020. Á leiðinni út úr þjóð­garðinum óku þau í gegnum hlið sem ekki var tryggi­lega fest.

Í frétt NBC kemur fram að um það leyti sem þau óku í gegnum hliðið hafi vind­hviða feykt því til hliðar með þeim af­leiðingum að það lenti á bif­reiðinni og á höfði Estherar þar sem hún sat við hlið eigin­manns síns. Var hún úr­skurðuð látin sam­stundis.

Ludo­vic fær 9,5 milljónir Banda­ríkja­dala í bætur, móðir Estherar fær 700 þúsund dali og faðir hennar fær 350 þúsund dali vegna slyssins.

Banda­ríska ríkið viður­kenndi sök í málinu, en í stefnu að­stand­enda konunnar kom fram að hægt hefði verið að koma í veg fyrir slysið ef venju­legur hengil­ás hefði verið á hliðinu.

Fjöl­skyldan fór upp­haf­lega fram á 140 milljónir dala í bætur með þeim rökum að Esther, sem var sjón­varps­kona og mann­réttinda­frömuður í Úganda, hefði að líkindum þénað þá upp­hæð á starfs­ævi sinni.

Fyrir dómi kom fram að Ludo­vic þjáðist enn af á­falla­streitu­röskun eftir slysið og mark­mið hans með mál­sókninni væri að koma í veg fyrir að slys af þessu tagi gæti endur­tekið sig.