Hæsti­réttur hafnaði í dag kröfu manns um skaða­bætur úr hendi ríkisins vegna líkams­tjóns sem hann varð fyrir í kjöl­far hand­töku árið 2010. Maðurinn fór í hjarta­stopp í 25 mínútur og er í dag 100 prósent ör­yrki.

Í dómi Hæsta­réttar segir að ekki hafi farið fram sér­stök rann­sókn á að­gerðum lög­reglu og hand­töku mannsins, en á um­ræddum tíma hafi lög ekki kveðið með for­taks­lausum hætti á um slíka rann­sókn þegar maður andaðist eða yrði fyrir stór­felldu líkams­tjóni í tengslum við störf lög­reglu, óháð því hvort grunur væri um refsi­vert brot. Laga­á­kvæði þess efnis kom inn í lög­reglu­lög árið 2016.

Frétta­blaðið greindi frá því í síðasta mánuði að lög­maður mannsins hefði krafið Ás­laugu Örnu Sigur­björns­dóttur, dóms­mála­ráð­herra, um gögn vegna málsins. Maðurinn, sem er nú 37 ára gamall, fór í hjarta­stopp í 25 mínútur þegar hann var hand­tekinn af lög­reglu í maí 2010 en hann er í dag 100 prósent ör­yrki.

Ekki tekist að leiða í ljós læknis­fræði­legar á­stæður

Í dóminum er farið yfir þau gögn sem lög­regla aflaði vegna málsins, skýrslur af vitnum, frá­sögn lög­reglu­manns af at­burðum og upp­lýsingar sem færðar voru í dag­bók lög­reglu. Þar komi meðal annars fram að lög­reglu­maður sem hafði málið til með­ferðar hafi dagana eftir hand­tökuna rætt við for­eldra mannsins og aflað upp­lýsinga frá Land­spítalanum.

Nokkrum mánuðum eftir hand­tökuna eða í 21. maí 2011, hafi nafn­greindur hjarta­læknir haft sam­band við lög­reglu og lýst al­var­legu á­standi mannsins. Hann væri með vöðva­rof, sem leysi efni út í blóð­rásina er stífli nýrun, en það hefði valdið hjarta­stoppi. Hann hafi ekki verið með á­verka sem skýrt gætu á­stand hans. Ekkert hafi bent til þess að átök lög­reglunnar við hann hefðu eitt­hvað með á­stand hans að gera.

Að mati Hæsta­réttar er nægi­lega upp­lýst hver að­dragandinn að hand­tökunni var og hvernig staðið var að fram­kvæmd hennar. Hins vegar hafi ekki tekist að leiða í ljós læknis­fræði­legar á­stæður þess að maðurinn fékk krampa meðan verið var að hand­taka hann, hætti að anda og hjarta hans stöðvaðist, og hvort hand­takan hafi haft þar á­hrif.
Þrátt fyrir það standi ekki rök til að slaka á kröfum til sönnunar eða láta ríkið bera hallann af því að ekki hefur tekist að leiða í ljós or­saka­tengsl milli hand­tökunnar og líkams­tjóns mannsins.

Var ís­lenska ríkið því sýknað af skaða­bóta­kröfu mannsins.