Innlent

Fær ekki lyfið sem myndi bæta líf hans til muna

Hinn 26 ára Ragnar Þór Val­geirs­son fær ekki lyf sem dregið gæti úr ein­kennum tauga­hrörnunar­sjúk­dóms sem hann glímir við. Hér á landi fá þeir sem eru undir á­tján ára lyfið. Eins og staðan sé muni honum halda á­fram að fara aftur.

Ragnar Þór Valgeirsson segir að Spinraza gæti komið til með að stöðva eða hægja á afturför sem fylgir sjúkdómnum. Aðsend mynd

Það er ekki lengur sjúkdómurinn sem ræður því hvort mér muni fara aftur og hætta að geta hreyft mig. Hætt að geta andað. Það er íslensk pólitík.“ Svona lýkur Facebook-færslu hins 26 ára Ragnars Þórs Valgeirssonar sem hann birti í dag. Ragnar greindist með ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) skömmu eftir fæðingu.

„Þegar ég greindist, þá var foreldrum mínum sagt að það væru um 25% líkur á að ég myndi ná 2 ára aldri,“ skrifar Ragnar. Þökk sé sterku ónæmiskerfi hafi hann komist upp fyrir barnæskuárin lifandi. Hættan sem fylgi sjúkdómnum hverfi þó aldrei. Árið 2016 var lyfið Spinraza gefið út gegn sjúkdómnum. Nokkru síðar var búið að samþykkja lyfið hér á landi. 

Lyfið aðeins aðgengilegt undir átján ára

Ragnar segir í samtali við Fréttablaðið að hann sjái ekki fram á að geta fengið lyfið eins og staðan er í dag, því skömmtun þess miðist einungis við þá sem ekki hafa náð átján ára aldri. RÚV fjallaði nýverið um mál Þorsteins Sturlu Gunnarssonar sem verður nítján ára í næsta mánuði en hann glímir við SMA-sjúkdóminn og sér fram á að fá ekki lyfið.

Í frétt RÚV var rætt við lyfjafræðinginn Sveinbjörn Gizurarson sem segir að ekki sé búið að framkvæma nauðsynlegar rannsóknir á gagnsemi lyfsins á fólki eldra en átján ára. Ragnar staðfestir það og segir að lyfið hafi verið prófað á börnum áður en það var gefið út. Það séu þó dæmi víða um heim, til dæmis í Bandaríkjunum að fullorðið fólk sé að taka lyfið með góðum árangri. Ekkert neikvætt hafi komið fram við notkun þess hingað til og margir sem hafi notið góðs af því.

Hvaða þýðingu hefði það fyrir þig að fá lyfið?

„Ég mun aldrei geta gengið en þetta myndi stoppa afturfarir á sjúkdómnum sem myndi gera það að verkum að ég get haldið áfram að gera það sem ég er að gera í dag. Í besta falli gæti ég síðan fengið einhvern styrk til baka,“ segir Ragnar.

Dregur úr kostnaði eftir eins árs meðferð

Hann segir að kostnaður við lyfið hafi eitthvað verið á reiki í umræðunni en í svari Óttarrs Proppé, þáverandi heilbrigðisráðherra, við svari fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur kom fram að ársmeðferð við lyfinu kostaði allt að 75 milljónir króna. Skammturinn kostaði síðan 12 milljónir. Ragnar segir meðferðina fyrsta árið vera kostnaðarsamasta liðinn en eftir það dragi úr kostnaði. 

Í lok færslunnar segir hann að allt sé í húfi fyrir sig. Einnig sé um að ræða töluvert áfall fyrir þau sem glíma við sjúkdóminn og náð hafa átján ára aldri. Hann segir að með færslunni vilji hann vekja athygli á stöðu þeirra sem eru í hans sporum og vonast eftir því að staðan sem uppi er í dag breytist. 

„Þetta snýst ekki bara um mig.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Aron og Hekla vinsælustu nöfnin 2018

Innlent

Listamenn segja Seðlabankann vanvirða listina með púrítanisma

Innlent

Vegagerðin „afturkallar“ óveðrið

Auglýsing

Nýjast

Flestir læknar upp­lifa truflandi van­líðan og streitu

Tómas segir rafrettum beint að börnum

Hægt að skilja um­búðirnar eftir til endur­vinnslu

Komu upp um þurr­mjólkursmygl

Stormur í aðsigi í dag: Ófærð og slæmt skyggni

Reglugerð ekki verið sett í sex ár

Auglýsing