Innlent

Fær ekki að sjá banka­reikning 15 ára sonar

Móðir 15 ára drengs er ó­­­sátt með við­­­mót starfs­manna Arion banka eftir að henni var neitað um að fá skoðunar­að­­­gang að reikningi sonar hennar. Á­­­stæðan sú að hann er með lög­heimili hjá föður. Kallar eftir breytingum og segir sárt að hann njóti ekki sömu réttinda hjá henni.

„Hann hefur engin réttindi hjá mér, ég get ekki boðið honum upp á neitt hér,“ segir Nína. Hér er mynd af þeim mæðginum. Mynd/Nína María Morávek

Ég vildi ekki vera með læti þarna með hann með mér en ég viður­kenni að það var mjög þungt yfir mér þegar við gengum út,“ segir Nína María Morá­vek, móðir fimm­tán ára drengs, í sam­tali við Frétta­blaðið þegar hún lýsir ferð sinni í úti­bú Arion banka í Kópa­vogi. Þangað var hún komin á mánu­dag í þeirri erinda­gjörð að stofna spari­reikning fyrir son sinn, Baldur, sem hyggst leggja fyrir á reikninginn fyrir knatt­spyrnu­ferð í sumar. 

Í bankanum óskaði hún eftir því að fá að geta fylgst með reikningi sonar síns í gegnum hennar eigin heima­banka. Svörin voru á þá leið að það gæti hún ekki gert þar sem að sonur hennar er ekki með sama lög­heimili skráð og hún. Baldur býr hjá föður sínum í Rangárþingi ytra, rétt utan við Hellu, en Nína er bú­sett í Reykja­vík. Nína og fyrrverandi eiginmaður hennar eru þó með sameiginlegt forræði.

Framkoma bankans dónaleg

„Ég urlaðist [...] en á­kvað að hemja mig og labbaði út með niður­læginguna og tárin í augunum,“ skrifar Nína í færslu á Face­book þar sem hún vakti fyrst at­hygli á málinu. Hún segir það sárt að fá stöðugt á­minningu að sonur hennar og hún sjálf njóti ekki sömu réttinda vegna þess hvernig kerfið virkar. 

Þá gagn­rýnir hún starfs­menn bankans fyrir skort á lið­leg­heitum og skilningi í til­teknu máli. „Ég benti starfs­manninum á að ég væri nú þegar með skoðunar­að­gang á debet­reikninginn hans [...] en ég fékk bara mjög niður­lægjandi svör og að mér fannst frekar dóna­lega fram­komu,“ skrifar Nína. 

Nína segir í sam­tali við blaða­mann að það kunni að vera á­stæða fyrir því að hún geti fylgst með debet­reikningi Baldurs. Það sé senni­lega vegna þess að hún hafi stofnað reikninginn með honum í úti­búi bankans á Hellu þar sem starfs­menn vita að þau eru mæðgin. Það hafi hins vegar verið gert eftir skilnað hennar og föður Baldurs. 

Kallar eftir breytingum

Málið snúist hins vegar ekki að öllu leyti um við­brögð bankans heldur kerfið í heild. Að fjöl­skyldunni standi ekki til boða að Baldur sé með lög­heimili skráð hjá báðum for­eldrum. Hún segist hafa lent í sam­bæri­legum at­vikum oftar en einu sinni og kallar eftir breytingum. 

„Hann hefur engin réttindi hjá mér, ég get ekki boðið honum upp á neitt hér,“ segir hún og bætir við: „Það verður bara að finna lausn á þessu.“ 

Þess ber að geta að þing­menn Við­reisnar lögðu fram frum­varp um tvö­falt lög­heimili barna á haust­mánuðum síðasta árs. Málið var tekið til fyrstu um­ræðu í lok septem­ber og gekk þaðan til alls­herjar- og mennta­mála­nefndar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Veður

Kaldur vindur í dag og stormur í nótt

Innlent

Munu sækja tjón sitt vegna friðunar

Heilbrigðismál

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Auglýsing

Nýjast

Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga

Hafna uppbyggingu á Granda

Fyrri frið­lýsingin nauð­syn­leg til að ná fram sátt

​Fallast á vernd um Víkur­garð

Komst yfir upp­lýsingar um 422 börn í Mentor

Ís­land ver 30 milljónum til flótta­fólks frá Venesúela

Auglýsing