Al­dís Haf­steins­dóttir, fyrr­verandi bæjar­stjóri Hvera­gerðis og nýr sveitar­stjóri Hruna­manna­hrepps, fékk greidd sex mánaða biðlaun auk akstursstyrks frá Hveragerði þegar hún lét af störfum í byrjun sumars. Breytir þar engu þótt hún hafi verið verið ráðin í annað starf.

Kostnaður Hveragerðis vegna biðlaunanna voru 20.058.749 að því er fram kemur í fundargerð bæjarráðs dagsettri í gær, en það eru biðlaunin og aksturstyrkur ásamt launatengdum gjöldum.

Samkvæmt Reiknivél Virtus eru heildarlaunin 16.915.759 krónur og mun Aldís hafa fengið rétt tæpar 9 milljónir útborgaðar eða 8.892.858 krónur.

Meðal dag­skrár­liða fundarins var stað­festing ráðningar­samnings nýs bæjar­stjóra, Geirs Sveins­sonar. Undir þeim lið birta full­trúar meiri­hlutans bókun þar sem at­hygli er vakin á því að í ráðningar­samningi við fyrr­verandi bæjar­stjóra hafi skort á­kvæði um að bið­laun myndu falla niður ef við­komandi fengi annað starf og að akstur­greiðslur væru hluti bið­launa.

„Var því fyrrum bæjar­stjóra greidd sex mánaða bið­laun með launa­tengdum gjöldum að upp­hæð 20.058.749,“ segir í bókuninni. Þykir þeim þetta ó­eðli­legt og því hafi þessu verið breytt við gerð ráðningar­samnings við nýjan bæjar­stjóra.

Sandra Sigurðardóttir, formaður bæjarráðs, segir við Fréttablaðið að þeim hafi þótt rétt að gera þessa bókun og breyta þessu í nýjum ráðningarsamningi þannig að hann endurspegli betur það sem gangi og gerist á almennum launamarkaði.

Al­dís var ráðin sveitar­stjóri Hruna­manna­hrepps í lok maí síðast­liðnum og því hefði ekki fallið niður hjá henni launa­greiðsla, þótt bið­launa­réttarins nyti ekki við. Sam­kvæmt nýjum ráðningar­samningi við Hruna­manna­hrepp hefur Al­dís 1.780.000 í laun auk aksturs­styrks. Þá er Al­dísi einnig tryggður sér­stakur bið­launa­réttur sam­kvæmt samningnum en minni­hluti sveitar­stjórnar gerði sér­staka at­huga­semd við á­kvæði samningsins þar að lútandi á þeim fundi sveitar­stjórnar sem ráðningar­samningurinn var lagður fram.

Í bókun minni­hlutans segir: „Einnig er gerð at­huga­semd við samningin er varðar bið­launa­rétt sem er tvö­falt hærri en bið­launa­réttur Al­þingis­manna fyrir jafn langan tíma í starfi.“