Um 62 prósent Íslendinga eru skráð í þjóðkirkjuna sem er fækkun um 0,3 prósent. Þetta kemur fram ávef Þjóðskrár Íslands.

Alls eru nú níu trú- og lífsskoðunarfélög með meira en þúsund einstaklinga skráða innan sinna raða. Meðlimum zúista fer áfram fækkandi en rúmlega 39 prósent einstaklinga sem voru skráðir í trúarfélagið árið 2019 hafa sagt sig úr félaginu.

Þá eru 7,7 prósent landsmanna skráð utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða 28.416 manns og 55.987 með ótilgreinda skráningu sem telur um 15,1 prósent þjóðarinnar.