Þeim sem skráð eru í þjóð­kirkjuna hefur fækkað um 231 síðan 1. desember í fyrra og eru nú 229.186 ein­staklingar skráðir í hana sam­kvæmt Þjóð­skrá.

Frá 1. desember hefur fjölgað mest í röðum Sið­menntar, um 471, og eru fé­lagar þar nú 4.510. Með­limum Ása­trúar­fé­lagsins hefur fjölgað um 337 á sama tíma­bili og eru nú 5.432. Mest hefur fækkað í röðum Zúista eða um 260 með­limi. Þeir eru nú 656.

Næst fjöl­mennasta trú­fé­lag landsins er Kaþólska kirkjan með 14.717 skráða með­limi og Frí­kirkjan í Reykja­vík með 10.023 með­limi.

Mest hlut­falls­leg fjölgun var í Fé­lagi Tíbet búddista eða um 22,2 prósent en nú eru 44 með­limir skráðir í fé­laginu eftir að átta nýir með­limir skráðu sig í fé­lagið á undan­förnum ellefu mánuðum.

Alls voru 29.124 ein­staklingar skráðir utan trú- og lífs­skoðunar­fé­laga þann 1. nóvember síðast­liðinn, sem jafn­gildir 7,8 prósent lands­manna.