Í gær kynnti Guð­laugur Þór Þórðar­son, um­hverfis-, orku og lofts­lags­ráð­herra á­form um að sam­eina tíu af stofnunum ráðu­neytisins í þrjár stofnanir. Um 600 manns vinna hjá um­greindum stofnunum, en í til­kynningu frá ráðu­neytinu kemur fram að megin­á­hersla verði lögð á að tryggja á­fram fyrir­liggjandi mann­auð og að starfs­fólk njóti for­gangs til nýrra starfa.

Hinar nýju stofnanir eru Náttúru­verndar- og minja­stofnun, Náttúru­vísinda­stofnun og Loft­lags­stofnun. Ekki hefur verið tekin endan­leg af­staða til stað­setningu höfuð­stöðva nýrra stofnana, en mikil á­hersla verður lögð á fjölgun starfa á lands­byggðinni. Í dag eru stofnanir ráðu­neytisins þrettán og eru 61 prósent starfana á höfuð­borgar­svæðinu.

„Stóra mark­miðið er að efla stofnanir ráðu­neytisins til að takast á við gríðar­legar á­skoranir sem bíða okkar sem sam­fé­lags og eru þar lofts­lags­málin efst á blaði,“ er haft eftir Guð­laugi Þór í til­kynningunni.

Að hans sögn er stefnt að því að auka skil­virkni og drafa úr sóun sem hlýst af tví­tekningu og skorti á sam­starfi.

„Einnig eru mikil sókn­ar­færi í­ fjölgun starfa á lands­byggðinni, fjölgun á störfum óháð stað­­setn­ingu og upp­­bygg­ingu eft­ir­­sókn­ar­verðra vinnu­­staða,“ sagði Guð­laugur.