Á 2. ársfjórðungi 2021 fæddust 1.270 börn hér á landi, en 570 einstaklingar létust. Hafa fæðingar á öðrum ársfjórðungi ekki verið fleiri frá 2010. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Á sama tíma fluttust 950 einstaklingar til landsins umfram brottflutta.

Aðfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 350 umfram brottflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 610 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu.

Alls fluttu 290 íslenskir ríkisborgarar af landi brott á ársfjórðungnum. Flestir til Norðurlandanna. Að sama skapi fluttust 460 íslenskir borgarar heim frá Norðurlöndunum, en alls fluttu 630 íslenskir borgarar til landsins alls staðar að úr heiminum.

Flestir erlendir borgarar sem fluttu frá landinu fóru til Póllands, eða 450 af 1250.

1860 erlendir borgarar fluttu til Íslands á ársfjórðungnum. Flestir þeirra eru pólskir borgarar, eða 430. Næst á eftir koma Rúmenar.

Erlendir ríkisborgarar á landinu eru nú rúmlega 52 þúsund eða 14 prósent af heildarmannfjöldanum.