Hin 25 ára gaml­a Hal­i­ma Cis­se fædd­i í gær ní­bur­a og sló þar með heims­met en aldr­ei áður hef­ur ein kona fætt jafn mörg börn í einu og þau lif­að af. Fjöld­inn kom lækn­um í opna skjöld­u en við óm­skoð­an­ir höfð­u að­eins fund­ist sjö börn.

Cis­se fædd­i börn­in níu, fimm stelp­ur og fjóra dreng­i, í Mar­okk­ó. Rík­is­stjórn Malí, þar sem Cis­se er fædd, á­kvað að flytj­a hana hana þang­að svo hún gæti feng­ið best­u mög­u­leg­u lækn­is­þjón­ust­u. Þang­að kom hún 30. mars. Lækn­ar í höf­uð­borg­inn­i Bam­a­ko töld­u að viss­ar­a væri að hún fædd­i börn­in í Mar­akk­ó eft­ir að hún hafð­i dval­ið í tvær vik­ur á sjúkr­a­hús­i í Bam­a­ko.

Fyrst­a mynd­in sem birt var af börn­un­um.
Mynd/Heilbrigðisráðuneyti Malí

Eftir fimm vikn­a dvöl á sjúkr­a­hús­i í Mar­akk­ó fædd­i hún börn­in með keis­ar­a­skurð­i. Fæð­ing­in gekk vel og seg­ist eig­in­mað­ur henn­ar, Kad­er Arby, afar á­nægð­ur. „Eig­in­kon­a mín og börn­in eru við góða heils­u“, sagð­i hann í sam­tal­i við bresk­a rík­is­út­varp­ið BBC.

Fyrr­a heims­met­ið átti band­a­rísk kona sem fædd­i átta börn árið 2009. Tvö til­fell­i af ní­bur­a­fæð­ing­u eru skráð, í Ástral­í­u árið 1971 og í Mal­as­í­u árið 1999, en eng­in barn­ann­a lifð­i leng­ur en í nokkr­a daga.

Fant­a Siby, heil­brigð­is­ráð­herr­a Malí, hrós­að­i lækn­um í Malí og Mar­akk­ó fyr­ir þess­a „á­nægj­u­leg­u út­kom­u“. Með­gang­a Cis­se varð mik­ið frétt­a­mál í Malí, jafn­vel þó að ein­ung­is væri tal­ið að hún geng­i með sjöb­ur­a.