Facebook og Instagram virðast liggja niðri víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Greint er frá því á breska miðlinum The Mirror að notendur í suður- og suðausturhluta Englands eigi helst í vandræðum með að komast inn á miðlana.

Ekki er ljóst hvað hefur valdið biluninni eða hversu lengi hún hefur staðið yfir.

Í frétt Mirror um málið er gantast með það að á meðan miðlarnir liggja niðri hafi notendur allt í einu munað eftir Twitter-reikningum sínum. Ef þangað er farið má sjá að fjölmargir eiga í vandræðum með miðlana um allan heim.