Face­book hefur varað við því að fyrir­tækið muni hætta starf­semi í Evrópu ef per­sónu­vernd Ír­lands fram­fylgir dómi Evrópu­dóm­stólsins um tak­mörkun á gagna­flutningi til Bandar­íkjanna.

Þetta kemur fram í skjölum sem Face­book skilaði inn til dóm­stóla á Ír­landi, þar sem höfuð­stöðvar Face­book í Evrópu eru stað­settar, en The Guar­dian greinir frá.

Í skjölunum segir lög­maður Face­book að ef gagna­flutningur fyrir­tækisins til Banda­ríkjanna verði bannaður getur Face­book og Insta­gram ekki lengur haldið úti starf­semi í Evrópu.

„Ef til þess kemur að Face­book verði bannað með öllu að flytja gögn not­enda sinna til Banda­ríkjanna er ekki ljóst hvernig Face­book og Insta­gram eigi að halda á­fram starf­semi sinni í Evrópu,“ segir Yvonne Cunna­ne tals­maður Face­book í sam­tali við The Guar­dian.

Hún segir að ekki sé um hótun að ræða heldur væri þetta ein­fald­lega veru­leikinn ef per­sónu­vernd Ír­lands fram­fylgir reglunum.

„Máls­gögnin sem voru lögð fram hjá írska dóminum sýna bara þann raun­veru­leika að Face­book ásamt fjöl­mörgum öðrum fyrir­tækjum, sam­tökum og þjónustum, eru háð gagna­flutningi frá ESB til Banda­ríkjanna. Skortur á öruggum og lög­legum al­þjóð­legum gagna­flutningi myndi skaða efna­haginn og draga úr vöxt gagna­drifinna fyrir­tækja í Evrópu,“ segir Cunna­ne.

Um áratuga langar deilur

Deilur Face­book við per­sónu­verndar­reglur í Evrópu eiga sér langan að­draganda en árið 2011 byrjaði Mazx Schrems, Austur­rískur lög­maður, að leggja fram kvartanir til per­sónu­verndar Ír­lands um starf­semi Face­book í Evrópu.

Þær kvartanir fengu mikinn hljóm­grunn tveimur árum seinna þegar gagna­leki Edward Snowden varpaði ljósi á hvernig Þjóðar­öryggis­stofnun Banda­ríkjanna (NSA) væri með beinan að­gang að kerfum Goog­le, Face­book og App­le í gegnum Pr­ism-áætlunina.

Schrems sendi fleiri kvartanir í kjöl­farið sem enduðu að lokum á borði Evrópu­dóm­stólsins. Árið 2015 komst Evrópu­dóm­stólinn að þeirri niður­stöðu að samningur milli ESB og Banda­ríkjanna um öruggan gagna­flutning væri ekki lengur í gildi vegna njósna Banda­rískra yfir­valda.

Nick C­legg, yfir­maður al­þjóða­mála og sam­skipta hjá Face­book og fyrr­ver­andi vara­­for­­sæt­is­ráð­herra Bret­lands.
Ljósmynd/EPA

Evrópu­sam­bandið reyndi að gera annan al­þjóð­legan samning um gagna­flutning til Banda­ríkjanna með harðari öryggis­reglum en Evrópu­dóm­stólinn ó­gilti þann samning í júlí. Niður­staða dóm­stólsins segir að Banda­ríkin hafa ekki dregið úr njósnum sínum á borgurum Evrópu­sam­bandsins.

Per­sónu­vernd Ír­lands byrjaði í þessum mánuði að fram­fylgja niður­stöðu dómsins og gaf út til­skipun þess efnis að Face­book verði að hætta öllum gagna­flutningi til Banda­ríkjanna.

Nick C­legg, yfir­maður al­þjóða­mála og sam­skipta hjá Face­book og fyrr­ver­andi vara­­for­­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, birti blogg­færslu í kjöl­farið þar sem hann segir að al­þjóð­legan gagn­flutning vera ein af meginstoðum al­þjóð­lega hag­kerfisins. Hann segir að með nýju reglunum gæti sprota­fyrir­tæki í Þýska­landi ekki lengur stuðst við ský í Banda­ríkjunum til að hýsa gögnin sín.

„Við styðjum al­þjóð­legar reglur sem geta tryggt á­fram­haldandi gagna­flutning um heiminn,“ skrifar C­legg.