Sam­fé­lags­miðils­risinn Face­book hefur nú lokað fyrir alla fjöl­miðla í Ástralíu frá og með deginum í dag en um er að ræða við­brögð við nýju frum­varpi í Ástralíu sem myndi gera það að verkum að Face­book og aðrir sam­fé­lags­miðlar þyrftu að borga fyrir fréttir sem birtar eru á miðlunum.

Í til­kynningu sem Face­book sendi út í gær kemur fram að frum­varpið sé ekki í takt við sam­band fjöl­miðla og sam­fé­lags­miðla, og að Ástralir hafi sett þeim úr­slita­kosti, annað hvort að hundsa eðli sam­bandsins eða að loka fyrir frétta­flutning á Face­book. „Með sorg í hjarta höfum við á­kveðið síðari kostinn.“

For­sætis­ráð­herra Ástralíu, Scott Morri­son, sagði mark­mið Face­book vera að „taka Ástralíu út sem vin,“ og að „hroka­fullar“ að­gerðir þeirra valdi Áströlum von­brigðum. Morri­son í­trekaði þó að Face­book myndi ekki hafa á­hrif á að­gerðir stjórn­valda. „Okkur verður ein­fald­lega ekki hótað,“ sagði Morri­son og hvatti Face­book til að vinna með stjórn­völdum.

Líklegt að frumvarpið verði samþykkt

Að því er kemur fram í frétt BBC um málið hafa Ástralir ekki að­gang inn­lendum og er­lendum fjöl­miðlum á Face­book auk þess sem not­endur utan Ástralíu geta ekki heim­sótt ástralska miðla en milljónir manna leita til Face­book í hverjum mánuði í Ástralíu.

Ríkis­stjórnin stendur við frum­varpið sem var sam­þykkt af neðri deild þingsins í gær. Þver­pólitísk sam­staða er um frum­varpið og er því talið lík­legt að efri deild þingsins muni sam­þykkja frum­varpið í næstu viku. Á sama tíma og Facebook hefur ákveðið að loka fyrir fjölmiðla hefur annar sam­fé­lags­miðlarisi, Goog­le, aftur á móti á­kveðið að borga fjöl­miðlum fyrir efni þeirra.