Facebook, Facebook Messenger, Instagram og Whatsapp liggja niðri. Samkvæmt vefsíðunni Downdetector byrjuðu tilkynningar um vandamál notenda við að komast inn á síðurnar upp úr klukkan þrjú.

Ekki er vitað hverjar orsakirnar eru á þessari stundu en allir fjórir miðlarnir eru í eigu Facebook. Fyrirtækið hefur ekki tjáð sig um vandamálin en sú síða sem fyrirtækið notar til að tilkynna um stöðu miðla sinna liggja sömuleiðis niðri.

Ýmis­legt þykir benda að Face­book eigi í vand­ræðum með svo­kallað léns­heita­kerfi, eða DNS. Það sér meðal annars um að beina net­um­ferð sem leitar til Face­book á réttan stað er not­endur reyna að tengjast þjónustum fyrir­tækisins.

Andy Stone, samskiptastjóri Facebook, segir á Twitter að fyrirtækið vinni hörðum höndum að því að koma hlutunum í samt lag.

Fréttin verður uppfærð.

<(center>