Face­book hefur hætt við að banna Áströlum að deila fréttum af áströlskum miðlum á Face­book. Tækni­risinn bannaði allar slíkar deilingar síðasta fimmtu­dag en þau hafa átt í deilum við áströlsk yfir­völd um ný lög sem átti að setja þar í landi sem hefði neytt fyrir­tækið og Goog­le til að greiða frétta­miðlum fyrir efni þeirra.

Haft er eftir fjár­mála­ráð­herra Ástralíu, Josh Fryden­berg, í frétt BBC um málið að Mark Zucker­berg, eig­andi og stofnandi Face­book, hafi sagt við hann að banninu yrði af­létt á næstu dögum. Þá sagði Fryden­berg að breytingar yrðu gerðar á laga­til­lögunni.

„Face­book hefur sent Ástralíu aftur vina­beiðni,“ sagði hann blaða­mönnum í Can­berra í dag.

Ástralska ríkis­stjórnin hefur deilt um nýju lögin í efri deild þingsins og séð þau sem mögu­legt próf fyrir það sem koma skal al­þjóð­lega. Frum­varpið var sam­þykkt í neðri deild þingsins í síðustu viku.

Skiptu um skoðun

Face­book sagði eftir að þau bönnuðu deilingarnar að þau hefðu ekki átt neinna annarra kosta vel í kjöl­far laga­setningarinnar. Til­gangur hennar er að setja upp betra jafn­vægi á milli tækni­fyrir­tækisins og miðlana þegar þau semja um virði efnisins sem birt er á frétta­miðlunum og svo deilt á síðu Face­book.

Í frétt BBC segir að Face­book hafi skipt um skoðun eftir við­ræður sínar við áströlsk yfir­völd.

„Ríkis­stjórnin hefur út­skýrt fyrir okkur að við halda í þann mögu­leika um að á­kveða hvort að frétt birtist á Face­book og þannig verðum við ekki neydd í samninga­við­ræður,“ sagði Camp­bell Brown, vara­for­seti al­þjóð­legs frétta­sviðs hjá Face­book. Hann sagði einnig að búið væri að ná sam­komu­lagi sem tryggði að Face­book geti stutt við þá út­gef­endur sem þau vilja, þar má meðal minni og inn­lenda miðla.