Facebook hefur hætt við að banna Áströlum að deila fréttum af áströlskum miðlum á Facebook. Tæknirisinn bannaði allar slíkar deilingar síðasta fimmtudag en þau hafa átt í deilum við áströlsk yfirvöld um ný lög sem átti að setja þar í landi sem hefði neytt fyrirtækið og Google til að greiða fréttamiðlum fyrir efni þeirra.
Haft er eftir fjármálaráðherra Ástralíu, Josh Frydenberg, í frétt BBC um málið að Mark Zuckerberg, eigandi og stofnandi Facebook, hafi sagt við hann að banninu yrði aflétt á næstu dögum. Þá sagði Frydenberg að breytingar yrðu gerðar á lagatillögunni.
„Facebook hefur sent Ástralíu aftur vinabeiðni,“ sagði hann blaðamönnum í Canberra í dag.
Ástralska ríkisstjórnin hefur deilt um nýju lögin í efri deild þingsins og séð þau sem mögulegt próf fyrir það sem koma skal alþjóðlega. Frumvarpið var samþykkt í neðri deild þingsins í síðustu viku.
Skiptu um skoðun
Facebook sagði eftir að þau bönnuðu deilingarnar að þau hefðu ekki átt neinna annarra kosta vel í kjölfar lagasetningarinnar. Tilgangur hennar er að setja upp betra jafnvægi á milli tæknifyrirtækisins og miðlana þegar þau semja um virði efnisins sem birt er á fréttamiðlunum og svo deilt á síðu Facebook.
Í frétt BBC segir að Facebook hafi skipt um skoðun eftir viðræður sínar við áströlsk yfirvöld.
„Ríkisstjórnin hefur útskýrt fyrir okkur að við halda í þann möguleika um að ákveða hvort að frétt birtist á Facebook og þannig verðum við ekki neydd í samningaviðræður,“ sagði Campbell Brown, varaforseti alþjóðlegs fréttasviðs hjá Facebook. Hann sagði einnig að búið væri að ná samkomulagi sem tryggði að Facebook geti stutt við þá útgefendur sem þau vilja, þar má meðal minni og innlenda miðla.