Dóms­mála­ráðu­neyti Banda­ríkjanna stefndi fyrir­tækinu Meta fyrir að nota aug­lýsinga­tækni sem ýtir undir mis­munun á hús­næðis­markaði. Sam­komu­lag náðist um að Meta myndi breyta tækninni til að koma í veg fyrir mis­munun.

Face­book, dóttur­fyrir­tæki Meta, mun hætta með aug­lýsinga­tækni sem gerir fyrir­tækjum kleift að velja hóp fólks sem við­mið og aug­lýsa til ein­stak­linga sem eru með svipaða eigin­leika og aðrir í hópnum. Tæknin heitir á ensku „Lookali­ke Audi­ence“.

Sam­kvæmt dóms­mála­ráðu­neytinu getur slík tækni verið notuð til að mis­muna fólki á grund­velli kyn­þáttar, kyns og annarra eigin­leika. Slíkt brýtur gegn lögum um jafnt að­gengi að hús­næði.

Meta náði sam­komu­lagi við ráðu­neytið sama dag og málið var höfðað gegn þeim og munu hætta með tækninni í síðasta lagi um ára­mótin. Þau skuld­binda sig einnig til að hanna tækni sem á að vinna gegn þeirri mis­munun sem fyrri tæknin kann að hafa valdið.

Árið 2019 sam­þykkti Face­book einnig að breyta aug­lýsinga­tækni sinni til að draga úr mis­munun í hús­næðis­aug­lýsingum sem og lána og vinnu­aug­lýsingum. Þá var þeim aug­lýs­endum bannað að beina aug­lýsingum að fólki út frá aldri, kyni eða póst­númeri.

Lýsing á tækninni fyrir notendur.
Mynd/Meta Business Help Center