Eftir­lits­nefnd Fac­e­bo­ok hef­ur kom­ist að þeirr­i nið­ur­stöð­u að á­kvörð­un fyr­ir­tæk­is­ins að bann­a reikn­ing Don­ald Trumps, fyrr­ver­and­i Band­a­ríkj­a­for­set­a, hafi ver­ið rétt­mæt en gagn­rýn­ir að bann­ið sé ó­tím­a­bund­ið. For­set­inn var bann­að­ur bæði á Fac­e­bo­ok og Insta­gram eft­ir að stuðn­ings­menn hans réð­ust inn í band­a­rísk­a þing­hús­ið 6. jan­ú­ar.

Nefnd­in tel­ur að með því að bann­a for­set­ann án þess að gefa upp hve­nær hann geti not­að Fac­e­bo­ok aft­ur sé fyr­ir­tæk­ið að fara út fyr­ir þann refs­i­ramm­a sem van­a­leg­a er við­hafð­ur er not­end­ur eru bann­að­ir. Venj­u­leg­a séu not­end­ur bann­að­ir í á­kveð­inn tíma. Því hef­ur nefnd­in fyr­ir­skip­að Fac­e­bo­ok að fara yfir þá á­kvörð­un að bann­a for­set­ann fyr­ir lífs­tíð og „rétt­læt­a hlut­falls­legt svar“ sem eigi við alla not­end­ur Fac­e­bo­ok.

Taka beri á öll­um not­end­um eins

Að mati eft­ir­lits­nefnd­ar­inn­ar var hin upp­haf­leg­a á­kvörð­un um að bann­a Trump fyr­ir lífs­tíð „ó­ljós og án stuðn­ings verk­ferl­a“ og rétt við­brögð ættu að vera „í sam­ræm­i við aðr­ar regl­ur sem gild­a um aðra not­end­ur sam­fé­lags­mið­ils­ins.“

Fac­e­bo­ok hef­ur hálft ár til að svar­a nefnd­inn­i. Hell­e Thorn­ing-Schmidt, fyrr­ver­and­i for­sæt­is­ráð­herr­a Dan­merk­ur sem á sæti í nefnd­inn­i, seg­ir að ekki hafi ver­ið ein­falt að kom­ast að nið­ur­stöð­u í mál­in­u. Hún býst við því að fyr­ir­tæk­ið taki nið­ur­stöð­un­a til grein­a.

Hell­e Thorn­ing-Schmidt var for­sæt­is­ráð­herr­a Dan­merk­ur 2011 til 2015.
Fréttablaðið/EPA

„Við erum að bend­a Fac­e­bo­ok á að skoð­a mál­ið frek­ar og við­haf­a meir­a gagn­sæ­i í fram­tíð­inn­i varð­and­i svon­a mál. Koma fram við alla not­end­ur eins og ekki refs­a hand­a­hófs­kennt“, seg­ir Thorn­ing-Schmidt.

Í svar­i Fac­e­bo­ok við nið­ur­stöð­u nefnd­ar­inn­ar sagð­i að nið­ur­stað­an yrði tek­in til skoð­un­ar og á­kveð­ið yrði hvern­ig taka mætt­i á mál­in­u með skýr­um hætt­i.