Maðurinn sem birti mynd­band af sér á Face­book að ganga í skrokk á öðrum manni var úr­skurðaður í tveggja vikna gæslu­varð­hald í dag. Þetta stað­festir lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu í sam­tali við Frétta­blaðið.

Maðurinn var hand­tekinn síðast­liðinn sunnu­dag eftir að lög­regla fékk veður af á­rásinni sem birt hafði verið á sam­fé­lags­miðlum. Manninum var síðan sleppt eftir yfir­heyrslu. Í kjöl­far þessa at­burðar virðist á­kveðið stjórn­leysi hafa gripið um sig í undir­heimum og svo virðist sem tveir hópar eigi nú í hörðum deilum sín á milli.

Lög­regla á­kvað því að ráðast í um­fangs­miklar að­gerðir á höfuð­borgar­svæðinu í gær þar sem maðurinn, auk annars manns, var hand­tekinn á ný. Maðurinn er um þrí­tugt og hefur æft bar­daga­í­þróttir um nokkuð skeið.

Tekist á í undirheimum

Síðast­liðinn þriðju­dag kviknaði í íbúð mannsins í Úlfar­ár­dal eftir að bensín­sprengju var kastað inn. Í dag bárust þær fréttir að á­líka bensín­­sprengju hafi verið kastað á hús á Freyju­­götu og er sprengjan talin tengjast hefndar­að­­gerðum vegna eldsins í Úlfarsár­­dal.

Fyrr í dag lýsti lög­reglan eftir Ævari Annel Val­­­garðs­­­syni, sem er varð fyrir árás mannsins í mynd­bandinu sem birt var á Face­book. Lög­reglan óskar eftir upp­­­lýsingum um ferðir hans og biður fólk að hafa tafar­laust sam­band verði þau hans vör.