Karl­­maðurinn sem birti mynd­band af sér á Face­­book að fremja líkams­­á­rás á öðrum manni í síðasta mánuði losnaði úr tveggja vikna gæslu­varð­haldi í dag. Þetta stað­­festir Jóhann Karl Þóris­­son, að­­stoðar­yfir­­lög­­reglu­­þjónn hjá lög­­reglunni á höfuð­­borgar­­svæðinu, við Frétta­blaðið.

Maðurinn var hand­­tekinn fimmtu­­daginn 19. nóvember í um­­fangs­­miklum að­­gerðum lög­­reglunnar á höfuð­­borgar­­svæðinu þar sem ráðist var í hús­­leitir. Annar maður var einnig hand­­tekinn í tengslum við rann­­sóknina. Maðurinn var svo úr­­­skurðaður í tveggja vikna gæslu­varð­hald degi síðar sem rann út í dag. Jóhann Karl segist að­­spurður ekki telja að lög­regla hafi farið fram á fram­­lengingu gæslu­varð­halds yfir manninum.

Hann segir þó að rann­sóknin sé enn í gangi en vill ekki gefa neitt upp um hana. Maðurinn er um þrí­tugt og hefur æft bar­daga­í­þróttir um nokkurt skeið.

Málið vakti tals­verða fjöl­miðla­at­hygli í lok síðasta mánaðar en það hófst þegar um­ræddur maður birti mynd­band af sér að fremja líkams­á­rás á Face­book. Í kjöl­farið var hann hand­tekinn af lög­reglu en látinn laus eftir yfir­heyrslu. Þá fóru að berast fréttir af í­kveikjum og bensín­sprengjum sem var kastað í hús á höfuð­borgar­svæðinu, sem tengdust deilum mannsins og þess sem hann réðst á í mynd­bandinu.

Réðst lög­regla þá í ofan­greindar að­gerðir á höfuð­borgar­svæðinu fyrir tveimur vikum sem enduðu með hand­töku á á­rásar­manninum og tveggja vikna gæslu­varð­haldi yfir honum. Sama dag var lýst eftir hinum manninum, sem varð fyrir á­rásinni í mynd­bandinu, en hann gaf sig ekki fram við lög­reglu fyrr en sex dögum síðar.