Íslenskar fasteignir ehf. fá undanþágu frá lögum til að koma fyrir afþreyingarlaug innan við 50 metum frá sjónum í Nesvík á Kjalarnesi.

„Að mati ráðuneytisins er ljóst að nálægð við flæðarmál er forsenda fyrir afþreyingarlaug líkt og þeirri sem hér um ræðir,“ segir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Laugin verði ekki beintengd starfsemi heilsulindarinnar sem áformuð er í Nesvík enda sé kvöð sem tryggi aðgang almennings að sjávarsíðunni. Möguleiki sé á strandstíg sem verði hluti af útivistar- og verndarsvæði.