Um­sækj­endur um al­þjóð­lega vernd fá hver tíu þúsund krónur sem við­bótar­greiðslu í desember og fimm þúsund krónur á hvert barn sem þeim fylgir. Þessi greiðsla er til við­bótar við fastar fram­færslu­greiðslur til þeirra.

Til­lagan var af­greidd og sam­þykkt á ríkis­stjórnar­fundi síðasta föstu­dag og kemur fram í til­kynningu frá stjórnar­ráðinu í dag að alls séu 1.600 um­sækj­endur um al­þjóð­lega vernd í þjónustu Vinnu­mála­stofnunar, þar af um 400 börn.

Miðað við þann fjölda nemur heildar­fjár­hæð við­bótar­greiðslnanna rúmum 14 milljónum króna en fjár­munirnir koma af ráð­stöfunar­fé ríkis­stjórnarinnar. Endan­leg fjár­hæð ræðst af fjölda um­sækj­enda í þjónustu á greiðslu­degi.