Samtökin ´78 fengu úthlutað tíu milljóna króna styrk frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra. Styrknum er ætlað að efla stuðning samtakanna við hinsegin eldra fólk og hinsegin fólk sem leitar eftir alþjóðlegri vernd.

Styrkurinn mun gera samtökunum kleift að bjóða upp á heimsóknarvini fyrir eldra hinsegin fólk með það að markmiði að sporna gegn félagslegri einangrun hópsins.

Þá mun hann eining nýtast til fræðslu til starfsfólks og fagaðila á dvalar- og hjúkrunarheimilum og til betri þjónustu til fólks sem leitar alþjóðlegrar verndar, svo sem með sértækri ráðgjöf og stuðningshópum.