Barnahús, sem sinnir málefnum barna sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi, hefur fengið fjögurra milljón króna styrk frá velferðarráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra til þess hefja starfsemi á Akureyri. Barnahús er nú aðeins starfrækt á höfuðborgarsvæðinu. 

Ásmundur Einar Daðason, félags- og velferðarráðherra, upplýsti um þetta á tuttugu ára afmælisráðstefnu Barnahúss sem hófst í Hörpu í dag. Hann þakkaði í erindi sínu öllum þeim sem komið hafa að starfsemi Barnahúss fyrir, og Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, fyrir störf sín í þágu barna. 

Sjá einnig: Mikilvægt að lög geri ráð fyrir að börn fái vernd gegn ofbeldi

Barnahús var sett á laggirnar árið 1998 og er rekstur þess á vegum Barnaverndarstofu. Rekstur þess er á vegum Barnaverndarstofu sem fer með stjórn barnaverndarmála í umboði velferðarráðuneytisins. 

Fréttin hefur verið uppfærð.