Þrír vísinda­menn sem hafa rannsakað hvernig frumur skynja og laga sig að fram­boði á súr­efni hafa fengið Nóbels­verð­laun í flokki lækna­vísinda, að því er fram kemur á vef BBC. Þetta var tilkynnt í Stokkhólmi í dag.

Um er að ræða þá Peter Ratclif­fe frá Bret­landi og Willi­am Kaelin og Gregg Semenza frá Banda­ríkjunum. Rann­sóknir þeirra eru sagðar marka tíma­mót meðal annars í með­ferð sjúk­dóma líkt og blóð­skorts og krabba­meins. Þær auki jafn­framt skilning okkar á líkams­rækt, há­fjalla­veiki og með­göngu.

Í um­sögn sænsku akademíunnar segir meðal annars: „Grund­vallar­skilningur á mikil­vægi súr­efnis hefur verið til í alda­raðir en það hvernig frumur að­laga sig að breytingum á súr­efnis­s­fram­boði hefur löngum verið ó­þekkt.“

Í frétt BBC er tekið fram að súr­efni sé í sér­hverjum andar­drætti og líkamar okkar háðir því til að breyta mat í not­hæfa orku. Súr­efnis­stig sé hins vegar mis­munandi í líkamanum, sér­stak­lega á meðan æfingu stendur eða í mikilli loft­hæð eða eftir að sár hefur á­hrif á blóð­magn.