Ung­liða­hreyfing Ís­lands­deildar Am­ne­sty hefur undan­farin ár tekið virkan þátt í Druslu­göngunni og hefur hvert ár beint sjónum sínum að ein­hverju einu á­kveðnu máli sem þau um leið safna undir­skriftum fyrir. Í ár er safnað undir­skriftum til að þrýsta á dönsk yfir­völd að breyta sinni lög­gjöf þannig að skil­greiningu á hug­takinu nauðgun verði breytt. Í dag er að­eins í lögunum vísað til hótana og of­beldis.

Í ný­legri skýrslu sem gefin var út af Am­ne­sty í Dan­mörku kom fram að að­eins átta af 31 Evrópu­landi hafa sett kröfu um sam­þykki við skil­­grein­ingu á hug­takinu nauðgun og er Ís­land eitt þeirra, en al­mennum hegningar­lögum var breytt í fyrra.

„Það stingur svo­lítið í stúf því við erum ekki vörn að vera með mál tengd Norður­löndunum þar sem við erum að fókusera á mann­réttinda­brot svona ná­lægt okkur,“ segir Hera Sigurðar­dóttir, hjá Íslandsdeild Amnnesty, í samtali við Fréttablaðið. Hera stýrir ungl­iða­hreyf­ingu Íslands­deild­ar­innar ásamt öllum aðgerðum deild­ar­innar.

94 dómar í 24 þúsund málum

Hera segir að staðan í Dan­mörku sé sú að það að­eins mjög fá af þeim nauðgunar­málum sem koma upp séu til­kynnt til lög­reglu og fari í gegnum réttar­vörslu­kerfið. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að um 24 þúsund konum hafi verið nauðgað, eða gerð tilraun til að nauðga þeim, árið 2017 í Dan­mörku. Aðeins var tilkynnt um 890 slík mál til lögreglu, ákært var í 535 málum og dómar féllu aðeins í 94 þeirra.

„Staðan er mjög slæm í Dan­mörku hvað þetta varðar og á­kallið snýst um að þrýsta á dönsk stjórn­völd að setja sam­þykki inn í skil­greiningu á hug­takinu um nauðgun. Eins og er búið að gera hér og í Sví­þjóð. Dan­mörk, Noregur og Finn­land eru ekki komin með þetta þannig okkur fannst passa að fókusera á þetta núna í Druslu­göngunni, því þarf að hífa þessi mál upp, alveg sér­stak­lega í Dan­mörku,“ segir Hera.

Almenningur ekki framarlega í femínisma

Hera segir að fræði­lega séu Danir mjög framar­lega í kynja­fræði og öðru sem því tengist. Al­menningur hins vegar sé ekki eins framar­lega kominn þegar litið er til femín­isma og kynja­jafn­réttis.

„Það er eins og það sé eitt­hvað stopp í femín­isma og jafn­réttis­fræðum, að skila sér til al­mennings. Það kemur einmitt fram í skýrslunni í reynslusögum stúlkna og kvenna að þær eru tregar til að segja frá af því að stemningin í samfélaginu er ennþá þannig að það er verið að spyrja „Í hverju varstu“ og „Varstu drukkin“ sem við á Ís­landi erum svo­lítið komin fram úr. Það er því í raun her­ferðin og á­takið sem Am­ne­sty er að beina sjónum sínum að í skýrslunni,“ segir Hera að lokum.

Skýrslan er aðgengileg hér á heimasíðu Amnesty.

Hittast í skiltagerð í kvöld

Ung­liða­hreyfing Ís­lands­deildar Am­ne­sty hittist í kvöld í húsa­kynnum sínum til að út­búa skilti, kynna sér málið og á­kveða þátt­töku ung­liðar­hreyfingarinnar. Hægt er að kynna sér við­burðinn nánar hér.

Drusluganga í 9. sinn

Druslu­gangan verður gengin í 9. sinn þann 27. Júlí, á laugar­degi. Gengið verður frá Hall­gríms­kirkju og niður á Austur­völl að vanda.