Menntaráð Kópavogs samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu um gerð áætlunar um að boðið verði upp á grænkerafæði í grunnskólum bæjarins.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, lagði fram tillögu um grænkeravalkost í mötuneytum bæjarins og fagnaði menntaráð því að börnum verði boðið upp á grænkeramat í öllum grunnskólum.

Beinir ráðið því til leikskólanefndar að vinna einnig að innleiðingu þess í leikskólum bæjarins enda eigi ekki að mismuna börnum eftir skólastigi.