Ríkinu hefur verið gert að greiða hjónum fimm milljónir í miska­bætur vegna al­var­legra mis­taka á fæðingar­deild Land­spítalans. Ný­fætt barn þeirra, Nói Hrafn lést vegna þessa á fæðingar­deild spítalans árið 2015. Fyrst var greint frá í út­varps­fréttum RÚV.

Frétta­blaðið greindi frá því í septem­ber á síðasta ári að hjónin, þau Sig­ríður Ey­rún Frið­riks­dóttir og Karl Ol­geirs­son hefðu á­kveðið að stefna spítalanum vegna mis­takanna. Þá hafði ríkis­lög­maður ekki svarað þeim vegna málsins.

Nói Hrafn varð fyrir heila­skaða og lést fimm dögum síðar. Haft er eftir hjónunum að mestu máli skipti að mis­tökin hafi verið viður­kennd. Málið hefur verið á borði ríkis­lög­manns í fjögur ár en samninga­við­ræður hófust snemma á þessu ári.

Í úr­skurði land­læknis kom fram að van­ræksla ljós­mæðra og sér­fræði­læknis hafi leit til and­láts barnsins. Land­spítalinn hefur gengist við mis­tökum starfs­fólksins og lög­reglan haft málið á sínu borði frá 2016.