Menntun

Nemendur fá að velja hvort þeir taka samræmd próf

Menntamálaráðherra skipar starfshóp sem gera á tillögu fyrir árslok um fyrirkomulag samrdæmdra prófa. Ekki verður hægt að gera samanburð á milli skóla eða landsvæða vegna samræmdra prófa þetta árið.

Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra.

Nemendur í níunda bekk fá að velja hvort þeir þreyta samræmd próf í íslensku og ensku, að því er fram kemur í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Margir þreyttu próf í síðustu viku við óviðunandi ástæður en upp komu tæknilegir örðugleikar. Þeir sem vilja geta fengið að taka prófin aftur en stjórnendur í hverjum skóla ákveða hvort þeir leggja prófin fyrir nemendur sína í vor eða haust.

Fram kemur að þeir sem hafi lokið prófunum fái afhentar niðurstöður úr þeim. „Öllum býðst svo að þreyta sambærileg könnunarpróf að nýju, enda er það lögbundin skylda menntamálayfirvalda að bjóða nemendum mat á námsstöðu sinni. Þeir nemendur sem kjósa, að höfðu samráði við forráðamenn, að taka ekki umrædd próf aftur verða leystir undan prófskyldu. Þessi leið var valin þar sem hún er talin sanngjörnust fyrir nemendur,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir líka að raðeinkunnir verði ekki gefnar út vegna þessara prófa og ekki verði reiknuð meðaltöl fyrir einstaka skóla eða landsvæði. Samanburður á milli skóla verður ekki mögulegur „vegna annmarka á framkvæmd prófanna“.

Haft er eftir Lilju Alfreðsdóttur ráðherra að mikilvægt sé að eyða óvissu vegna þessa máls. Hún segir að skoðanir um málið séu ólíkar. „Það er ljóst að engin ein niðurstaða sættir öll sjónarmið í málinu en það er mikilvægt að ákvörðun ráðuneytisins sé í fullu samræmi við lög og sanngjörn gagnvart nemendum. Réttur nemenda verður ekki tekinn af þeim og ég er vongóð um að sátt geti skapast um þessa leið.“

Ákveðið hefur verið að stofna vinnuhóp hagsmunaðila, sem gera mun tillögu að framtíðarstefnu um fyrirkomulag samræmdra könnunarprófa. Hópurinn mun skila mati sínu ásamt tillögu til ráðherra fyrir árslok.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menntun

Nemendur mæta úthvíldir til leiks

Menntun

Líf­fræði­kennarar segja skorta raun­vísinda­kennslu

Menntun

Jafnréttið hefur bætt efnahaginn

Auglýsing

Nýjast

Starfsfólk Porsche fékk 1,3 milljónir í bónus

​Lokanir á Lyng­dals­heiði, Hellis­heiði og Þrengslum

Leggja fram þriðja orku­pakkann „á ís­lenskum for­sendum“

„Óbilgirnin er svakaleg“

Élja­bakki og hvassvirði nálgast suð­vestur­hornið

Clio „Besti framleiðslubíllinn“ í Genf

Auglýsing