Sam­bær­i­leg könn­un var fram­kvæmd árið 2016. Bú­ist er við nið­ur­stöð­um snemm­a á næst­a ári og von­ast til að þá verð­i hægt að sjá hvort eitt­hvað hafi breyst á þess­um þrem­ur árum.

Árið 2016 var upp­lýs­ing­um safn­að frá bæði heim­il­um og fyr­ir­tækj­um. Nið­ur­stöð­ur úr heim­il­is­hlut­a rann­sókn­ar­inn­ar sýnd­u að hver íbúi hér á land­i hend­ir að með­al­tal­i 23 kíl­ó­um af nýt­an­leg­um mat á ári, 39 kíl­ó­um af ó­nýt­an­leg­um mat, hell­ir nið­ur 22 kíl­ó­um af mat­ar­ol­í­u og fitu og 199 kíl­ó­um af drykkj­um. Þar kom fram að mat­ar­só­un var sam­bær­i­leg því sem mæl­ist í öðr­um Evróp­u­lönd­um og að ekki hafi ver­ið mun­ur eft­ir land­svæð­um á hvers­u mikl­u fólk sóar.

„Það eru marg­ir ó­viss­u­þætt­ir í þess­um mæl­ing­um, þann­ig að það get­ur ver­ið erf­itt að bera sam­an. En það er eitt mark­mið­ið núna, að þróa mæl­ing­un­a á­fram. Það eru ekki enn til nein­ar við­ur­kennd­ar eða staðl­að­ar að­ferð­ir til að mæla mat­ar­só­un,“ seg­ir Margr­ét Ein­ars­dótt­ir, sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un.

Um­hverf­is­stofn­un fékk styrk frá Eur­ost­at, Hag­stof­u Evróp­u­sam­bands­ins, til að fram­kvæm­a rann­sókn­in­a og seg­ir Margr­ét að stofn­un­in hafi kall­að sér­stak­leg­a eft­ir svo­köll­uð­um for­rann­sókn­um [e. Pil­ot stu­dy] til að fá nán­ar­i vís­bend­ing­ar um hvað­a mæl­ing­ar hent­i best til að mæla um­fang mat­ar­só­un­ar.

Skrán­ing­in fór síð­ast fram að vori, en mun nú fara fram að haust­i til. Margr­ét seg­ir að það hafi sýnt sig að hepp­i­legr­a sé að fram­kvæm­a slík­a könn­un að haust­i til að fá raun­hæf­ar­i nið­ur­stöð­ur. Á vor­in séu fleir­i frí­dag­ar og fólk jafn­vel á meir­a flakk­i. Fyr­ir­tæk­i hafi einn­ig tjáð þeim að betr­a væri að svar­a slík­um könn­un­um að haust­i til.

„Þett­a er tími þar sem er venj­u­leg rút­ín­a. Best væri auð­vit­að að geta mælt þett­a yfir heilt ár, en það er of mik­il vinn­a til að það sé fram­kvæm­an­legt í raun. Þá þarf að finn­a ein­hvern „venj­u­leg­an“ tíma og á­ætl­a út frá hon­um en við vit­um að það eru allt­af ein­hverj­ar sveifl­ur yfir árið sem er erf­itt að mæla,“ seg­ir Margr­ét.

Leitað verður til skóla og þau beðin að athuga matarsóun í mötuneytum.
Fréttablaðið/Stefán

Heimili og fyritæki taka þátt

Dreg­ið verð­ur til­vilj­un­ar­kennt úr­tak fyr­ir­tækj­a úr Fyr­ir­tækj­a­skrá og heim­il­a úr Þjóð­skrá og þau fyr­ir­tæk­i og heim­il­i sem lend­a í úr­tak­in­u beð­in um að vigt­a bæði nýt­an­leg­an og ó­nýt­an­leg­an mat­ar­úr­gang í nokkr­a daga og skrá í dag­bók.

„Það er yf­ir­leitt tal­in best­a leið­in að vera með til­vilj­an­a­kennd úr­tök. Þá tek­urð­u út til­vilj­an­ir sem gætu skekkt nið­ur­stöð­urn­ar eins og að hlut­falls­leg­a marg­ir úr ein­um hópi með svip­að­ar mat­ar­só­un­ar­venj­ur velj­ist í út­rak­ið en hlut­falls­leg­a fáir úr öðr­um. Það ætti að styrkj­a nið­ur­stöð­urn­ar. Það verð­a rúm­leg­a 1.000 heim­il­i sem lend­a í úr­tak­i. Síð­ast voru það 700 fyr­ir­tæk­i og ég reikn­a með að fjöld­inn verð­i svip­að­ur í ár,“ seg­ir Margr­ét.

Fyr­ir­tækj­a­rann­sókn­in bein­ist að þeim fyr­ir­tækj­um sem ætla má að sýsl­i með mat, fyr­ir­tækj­um í land­bún­að­i, fisk­vinnsl­u og ann­arr­i mat­væl­a­fram­leiðsl­u, fyr­ir­tækj­um í heild­söl­u og smá­söl­u mat­væl­a og fyr­ir­tækj­um sem fram­reið­a mat, eins og veit­ing­a­stöð­um og op­in­ber möt­u­neyt­um í skól­um og sjúkr­a­stofn­un­um.

Síð­ast þeg­ar rann­sókn­in var fram­kvæmd feng­ust að­eins svör frá 84 fyr­ir­tækj­um af þeim 701 sem voru í úr­tak­i. Í skýrsl­u sem fylg­ir nið­ur­stöð­un­um seg­ir að mik­il­vægt sé að fá gögn frá fjöl­breytt­um fyr­ir­tækj­um.

„Til að mynd­a feng­ust ekki gögn frá þeim fisk­veið­i­fyr­ir­tækj­um, fisk­vinnsl­u­fyr­ir­tækj­um og fyr­ir­tækj­um í mjólk­ur­iðn­að­i sem lent­u í úr­tak­i. Það skekk­ir ó­neit­an­leg­a sam­an­burð við nið­ur­stöð­ur ann­arr­a land­a þeg­ar upp­lýs­ing­ar vant­ar frá svo stór­um og mik­il­væg­um at­vinn­u­grein­um,“ seg­ir í skýrsl­unn­i.

Spurð hvort hún hafi ein­hverj­ar til­gát­ur um nið­ur­stöð­ur seg­ir Margr­ét að hún vilj­i, sem rann­sak­and­i, lít­ið spá um það.

„Það eina sem mað­ur get­ur sagt sér er að það hef­ur ver­ið mik­il um­fjöll­un um mat­ar­só­un síð­ust­u miss­er­in og mað­ur mynd­i ætla að það mynd­i hjálp­a til að fólk nýti mat­inn bet­ur. Bæði heim­il­in og fyr­ir­tæk­in.“