Ey­þór Arnalds, borgar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins, segist ekki vera reiðu­búinn til að sam­þykkja á­skorun Arn­mundar Ernst Back­man sem skoraði á hann í sjó­mann. Hann segist frekar til í fóta­pressu eða hné­beygjur. Arn­mundur segist standa við á­skorun sína en er líka til í að hitta á Ey­þór og ræða málin.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá skoraði Arn­mundur á Ey­þór í sjó­mann, eftir að Ey­þór sagði að full­trúar meiri­hlutans ætluðu sér að skerða prótín­inni­hald fyrir reyk­vísk skóla­börn með því að minnka fram­boð á dýra­af­urðum. Arn­mundur hefur verið vegan í fjögur ár og sagðist við til­efnið vilja skera úr því með á­skoruninni um hvort prótín­magn í vegan­fæðu væri raun­veru­legt vanda­mál.

Hef fulla trú á því að græn­metis­ætur geti verið sterkar

„Ég sá þetta og spáði í því hvort hann vilji ekki bara koma í fóta­pressu sem væri miklu betri mæli­kvarði á styrk og minni hætta á meiðslum,“ segir Ey­þór í sam­tali við Frétta­blaðið sem segist spurður ekki hafa heyrt í Arn­mundi vegna málsins. „Eða kannski hné­beygjur,“ segir Ey­þór og segist opinn fyrir því að hitta á Arn­mund.

„Mér finnst það alla­vega skyn­sam­legra en að fara í í­þrótt þar sem menn geta slasað sig. Stóra málið í þessu auð­vitað er númer eitt að börn eigi að hafa að­gang að hollum mat og númer tvö að þau eigi að hafa val,“ segir Ey­þór. Hann segist sjálfur eiga tvo stráka í grunn­skóla, annan sem borði græn­meti og fisk og annan sem borði alla­jafna kjöt og fisk.

„Það er alltaf talað um að hafa hlutina ein­stak­lings­miðaða og matar­stefnan er bara fín og þar er gert ráð fyrir kjöt og fisk. Þess vegna kom mér svo á ó­vart þegar Líf sagði að það ætti að fara að draga úr fram­boði, ekki bara á kjöti heldur dýra­af­urðum, osti og eggjum,“ segir Ey­þór.

Spurður út í um­mæli Dóru Bjartar Guð­jóns­dóttur, odd­vita Pírata, sem sagði Ey­þór nota tæki­færið til lýð­skrums segir Ey­þór það ekki raunin. „Ég sé ekki hvað er skrumið í því að vilja hafa val fyrir börnin okkar. Þetta snýst um val og hafa nægt fram­boð af fjöl­breyttum mat, sem er langt frá því að vera skrum.“

Ey­þór segist vera til í að hitta á Arn­mund í lyftingar­salnum. „Ég væri bara til í að hitta á hann í lyftingar­salnum en skylmingar eða sjó­maður væri kannski hættu­legra, en já já það væri gaman að taka nokkrar lyftur með honum. Ég hef fulla trú á því að þeir sem eru græn­metis­ætur geti verið sterkir. Mann­fólkið er mis­munandi og við eigum að standa vörð um frelsi og val­frelsi.“

Stendur við á­skorunina en til í að hitta á Ey­þór

Þegar Frétta­blaðið náði tali af Arn­mundi var hann staddur á miðri æfingu við lyftingar. Þegar um­mæli Ey­þórs voru borin undir hann segist Arn­mundur vilja standa við á­skorun sína, þar sem sjó­maður hafi verið notaður við slíkar afl­raunir mun lengur en hné­beygjur.

„Heyrðu, ég er bara á æfingu hérna að lyfta, hvað helduru,“ segir Arn­mundur léttur í bragði. „En ég stend bara við mína á­skorun. Það eru engar mála­miðlanir í þessu,“ segir hann. „Það er ekki nema á síðustu öld sem menn fóru að keppa fyrst í hné­beygjum og nota sem ein­hvers­konar keppnis­við­mið. En sjó­maður hefur verið notaður í alda­raðir til að út­kljá á­greininga.“

„En er rosa til í að hitta á hann líka og ef hann vill út­kljá þetta með orðum þá stendur það líka til boða,“ segir Arn­mundur léttur og tekur fram að að­koma sín að málinu hafi byggst á því að hann sé orðinn þreyttur á sí­endur­teknum full­yrðingum um skort á prótín og fjöl­breyti­leika í græn­ker­a­fæði.

„Mark­miðið mitt með þessu var nú aðal­lega að benda á þessa rök­villu sem alltaf kemur upp í þessari um­ræðu, að það sé ekki nægt prótín í vegan­mat og að vegan matar­æðið sé á ein­hvern hátt ó­fjöl­breytt. Í öll þau skipti sem ég hef farið í blóð­prufur að kanna málin að þá hefur allt verið tipp topp hjá mér.“