Ey­þór Arnalds odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins í borgar­stjórn segir í við­tali í helgar­blaði Frétta­blaðsins tíma kominn á breytingar í Reykja­vík.

„Sama fólkið er búið að vera við völd lengi og það vill stundum festast í fíla­beins­turni. Ég held að það sé gott fyrir borgina að hrista boxið og breyta til. Það er kominn tími á að opna Reykja­vík, fá fleiri lóðir til að byggja og opna eyrun. Heyra hvað fólk í hverfunum hefur að segja eins og rekstrar­aðilar á Lauga­vegi sem hafa upp­lifað að ekki sé hlustað á þá.

Við þurfum að ná sátt og færa borgina hraðar inn í nú­tímann. Ég held að Reykja­vík geti orðið besta borg Evrópu til að búa í en þá þarf hún að vera að­eins stærri, að­eins opnari og færa sig nær nú­tímanum.“