Tón­listar­maðurinn og pólitíkusinn Ey­þór Arnalds hefur einnig látið að sér kveða á við­skipta­sviðinu og hefur hlutur hans í Morgun­blaðinu verið milli tannanna á fólki en lengi vel var Ey­þór stærsti hlut­hafinn.

Í við­tali í helgar­blaði Frétta­blaðsins ræðir hann meðal annars þann hlut sem hann keypti af Sam­herja fyrir fjórum árum síðan.

„Hlutur minn í Mogganum hefur rýrnað á hverju ári, því miður. Ég átti þennan hlut áður en ég fór í borgar­pólitíkina en um leið og ég fór þangað sagði ég mig úr stjórn Ár­vakurs og hef engin af­skipti þar. Hlutur minn hefur verið til sölu en það er lítil eftir­spurn enda af­koman nei­kvæð. Aðal­at­riðið er að þegar fólk er með hags­muni sé það uppi á borði. Þessi hlutur er verst geymda leyndar­málið í ís­lenskri pólitík enda marg­skráður,“ segir Ey­þór.

„Ég er ekki með neinar beina­grindur í skápnum. Ég keypti hluta­bréf í Ár­vakri af Sam­herja fyrir fjórum árum síðan. Ég skulda þeim ekki neitt og þeir mér ekkert heldur. Hluta­bréfin hafa orðið verð­lítil eins og í öðrum frjálsum fjöl­miðlum og því eðli­legt að hluta­bréfin séu færð niður þegar tap­rekstur er ár eftir ár.“

Lesa viðtalið í heild.