Bílar

Eyðsluhákar Fiat Chrysler kostuðu 9,2 milljarða í fyrra

Endalaus þorsti bílkaupenda í Bandaríkjunum fyrir stóra jeppa og pallbíla hefur gert FCA erfitt að minnka eyðslu bíla sinna, en Bandaríkjamenn vilja hafa bíla sína með öflugum vélum og það rímar ekki beint við þessar ströngu kröfur.

Jeep Grand Cherokee er einn af söluháum bílum Fiat Chrysler Automobiles.

Árið 2012 setti Obama stjórnin lög til handa bílaframleiðendum í Bandaríkjunum í því augnamiði að lækka eyðslu framleiðslubíla þeirra. Samkvæmt lögunum máttu bílar þeirra ekki eyða meira að meðaltali en 4,7 lítrum á hverja 100 kílómetra ekna og var það markmið sett fyrir árið 2025. Átti eyðsla þeirra að lækka í þrepum og voru viðurlögin þau að bílaframleiðendur myndu greiða sektir samkvæmt frávikum frá þessum viðmiðunum. 

Bílar þeir sem Fiat Chrysler (FCA) hafa framleitt síðan hafa að meðaltali verið langt frá þessum viðmiðunum og hefur fyrirtækið því þurft að greiða sektir á hverju ári síðan og námu þessar sektir FCA til dæmis 77 milljónum dollara á síðasta ári, eða um 9,2 milljörðum króna. FCA hefur greitt langmestu sektirnar af bandarísku bílaframleiðendunum þó svo GM og Ford hafi einnig þurft að punga út fyrir sektum. 

FCA hefur haldið úti mikilli herferð (lobbyism) til afnáms þessara sekta og hefur viljað afnema þá til ársins 2026, en án árangurs. FCA hefur viljað meina að þessar ströngu reglur um minnkun eyðslu bíla séu einfaldlega óraunhæf og að þær ætti að afnema með öllu. 

Endalaus þorsti bílkaupenda í Bandaríkjunum fyrir stóra jeppa og pallbíla hefur gert FCA erfitt að minnka eyðslu bíla sinna, en Bandaríkjamenn vilja hafa bíla sína með öflugum vélum og það rímar ekki beint við þessar ströngu kröfur. En á meðan sættir FCA sig ef til vill við sektirnar þar sem fyrirtækinu hefur gengið einkar vel í sölu bíla sinna undanfarin ár og hefur gengið mun betur að auka sölu bíla sinna en hinna tveggja bílarisanna vestanhafs. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Bentley Bentayga heimsins hraðskreiðasti jeppi

Bílar

Porsche varar við 10% Brexit hækkun

Bílar

300 hestafla Mini Cooper

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Auglýsing