Innlent

Ey­þór: Meiri­hlutinn þarf að líta í eigin barm

Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir Samfylkinguna bera höfuðábyrgð í braggamálinu og borgarstjóri ætti að stíga til hliðar.

Eyþór segir ábyrgðina á braggamálinu svokallaða liggja mest megnis hjá Samfylkingunni, aðrir flokkar í meirihluta beri svo ábyrgð á Samfylkingunni. Fréttablaðið/Anton Brink

Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir Samfylkingin bera höfuð ábyrgð á því að framkvæmdir við bragga í Nauthólsvík fóru langt fram úr kostnaðaráætlun. Telur hann eðlilegast að borgarstjóri segi af sér vegna málsins. Fréttablaðið greindi frá niðurstöðum nýrrar könnunar um fylgi borgarstjórnarflokkana þar sem Samfylkingin tapar mestu fylgi allra flokka. Eyþór segir þetta skýrt dæmi um það sem koma skal.

Samkvæmt könnuninni myndu um þrír af hverjum tíu, sem tóku afstöðu, greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt en það er svipað og kjörfylgi flokksins í vor. Samfylkingin mælist með 21 prósent en hlaut tæp 26 prósent í kosningunum. Píratar bæta nokkru við sig og fengju 12,7 prósent atkvæða samanborið við tæp 8 í vor.

„Það er greinilegt að Samfylkingin er á hallandi fæti og við erum þarna langstærsti flokkurinn, ekki bara í stjórnarandstöðunni heldur í borgarstjórn. Ég á von á því að þessi þróun haldi áfram,“ segir Eyþór í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst þetta vera vísbending um að fólkið í borginni hafni núverandi borgarstjóra.“

Framkvæmdir við braggann við Nauthólsveg 100 fóru um þrjú hundruð milljónum fram úr kostnaðaráætlun. Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að kostnaðurinn yrði um 158 milljónir en þær hafa nú kostað yfir 400 milljónir. Braginn var ræddur á borgarstjórnarfundi í síðustu viku og var þar samþykkt tillaga þess efnis að innri endurskoðandi borgarinnar myndir rannsaka hvers vegna framkvæmdir við endurgerð braggans í Nauthólsvík fóru langt fram úr kostnaðaráætlunum.

Framkvæmdir við braggann við Nauthólsveg 100 fóru langt fram úr kostnaðaráætlun og kostuðu 404 milljónir í heildina. Fréttablaðið/Anton Brink

„Ég hef sagt að Dagur eigi að stíga til hliðar út af ábyrgð í Braggamálinu. Í gær kom fordæmi þegar að framkvæmdastjóri félagsbústaða sagði af sér,“ segir Eyþór.

Ber Samfylkingin að þínu mati ábyrgð á bragganum?

„Mér sýnist vera mjög skýr afstaða og fáir sem kenna mönnum úti í bæ um þetta. Nú þarf meirihlutinn að líta í eigin barm hvort hann ætli að halda áfram á þessari vegferð. Samfylkingin ber höfuðábyrgð en aðrir í meirihluta bera ábyrgð á Samfylkunni.“ 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Stjórnmál

Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli

Reykjavík

Eldri kjósendur líklegri til að benda á Dag

Innlent

Sögð hafa fengið 23 milljónir fyrir að teikna braggann

Auglýsing

Nýjast

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Auglýsing