Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsti yfir vonbrigðum með stöðu samgangna við Eyjar á síðasta bæjarstjórnarfundi. Beindi hún spjótum sínum að Vegagerðinni þar sem það hefði verið öllum ljóst að Herjólfur hinn þriðji hentaði ekki til siglinga í Landeyjahöfn en samt hefði Vegagerðin ákveðið að sá bátur yrði til afleysinga fyrir nýja skipið.

Í bókuninni kemur fram að bæjarstjórn hafi reynt að koma áhyggjum sínum áleiðis til inn­viða­ráðherra í ljósi þess að ekkert áætlunarflug er til Vestmannaeyja. Það hafi því komið upp að engar samgöngur voru í boði einhverja daga þótt hagstæð veðurskilyrði undanfarnar vikur hafi komið í veg fyrir ófremdarástand.

Í því samhengi ítrekaði bæjarstjórn þá kröfu að komið yrði á æáætlunarflugi á ný.