„Þegar ég lít út um gluggann sé ég bílinn okkar á hvolfi nokkrum metrum frá mér,“ sagði Steinunn Guð­ný Einars­dóttir, íbúi á Flat­eyri, um upp­lifun sína af snjó­flóðinu í gær. Snjó­­flóðið hafði hrifsað þrjá bíla með sér og gjör­breytt lands­laginu sem blasti við henni. Frétta­blaðið tók saman myndir frá vett­vangi voru í dag.

Líkt og fram hefur komið hafa fjölda­hjálpar­stöðvar verið opnaðar á Flat­eyri, Suður­eyri og Ísa­firði í dag í kjöl­far snjó­flóðanna þriggja sem féllu í gær. Þannig eyði­lögðust sex bátar sem voru við höfn á Flat­eyri í snjó­flóðinu í gær.

Birkir Einars­son, eig­andi línu­bátsins Blossa sem sökk í snjó­flóðinu, lýsti því í sam­tali við Frétta­blaðið hvernig SMS kerfi bátsins hefði látið hann vita að ekki væri allt með felldu eina mínútu yfir. Fólk sé í á­falli í dag.

„Þetta rifjar upp gamlar minningar. Maður var hérna þá, á­tján ára gamall að leita. En maður verður bara að taka þessu með heilum hug, rök­hugsuninni og sjá hver næstu skref verða. Það er allt í upp­­­lausn núna bara.“

Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend
Aðsend/Önundur Pálsson
Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend
Aðsend/Önundur Pálsson
Aðsend/Önundur Pálsson