Evrópusambandið hefur fest kaup á vopnum sem send verða til Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Þetta er í fyrsta sinn í sögu Evrópusambandsins hefur sambandið keypt vopn fyrir annað ríki sem er undir árás, sambandið mun einnig sjá um afhendingu vopnanna.

Þá hefur Evrópusambandið tilkynnt um enn hertari viðskiptaþvinganir á hendur Rússum, þar á meðal útflutning Rússa á viði, stáli og sementi.